Byggja höll þar sem tónlistin mun hljóma

Eftir Helga Bjarnason

helgi@mbl.is

Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur heimilað Eignarhaldsfélaginu Fasteign hf. að hefja framkvæmdir við endurbætur á félagsheimilinu Stapa og viðbyggingu fyrir tónlistarskóla og poppminjasafn. Áætlað er að byggingin kosti með búnaði um 1,5 milljarða kr. og að Hljómahöllin verði tekin í notkun eftir tvö ár.

"Tónlistarskóli Reykjanesbæjar er eitt af flaggskipunum í starfsemi bæjarins," segir Böðvar Jónsson, formaður bæjarráðs og rifjar upp að bærinn hafi verið brautryðjandi í því að gera fornám tónlistarskólans að hluta af námi allra barna í fyrstu tveimur bekkjum grunnskóla. Þá hafi verið komið upp góðri aðstöðu fyrir tónlistarkennslu í öllum grunnskólunum. Nemendur í síðustu þremur bekkjum grunnskóla og eldri hljóðfæranemar hafi stundað nám í eldra húsnæði tónlistarskólans í Keflavík og Njarðvík, við alls ófullnægjandi aðstæður.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert