Steingrímur: Ekki pólitísk ástæða fyrir uppsögn Þóru Kristínar

Steingrímur S. Ólafsson.
Steingrímur S. Ólafsson.

Steingrímur Ólafsson, nýráðinn fréttastjóri Stöðvar 2, segir að uppsögn Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur fréttamanns hefði ekki verið lituð af neinni pólitík. Þóra Kristín sagði fyrr í dag að hún hefði verið ósátt við ráðningu Steingríms og taldi að störf hans sem upplýsingafulltrúa Halldórs Ásgrímssonar eyðilegði trúverðugleika fréttastofu Stöðvar 2.

Steingrímur sagðist hafa tekið við hópi fréttamanna og þann hóp vildi hann móta eftir sínu höfði og að það hafi verið ákveðið að gera breytingu á hópnum.

Steingrímur sagði að það kæmi stjórnmálum lítið við þó hann hefði starfað sem upplýsingafulltrúi í ráðuneyti. Hann bætti við að aðrir hefðu fyllt þetta skarð og að fréttastofan yrði öflugri en nokkru sinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka