Íslenskur friðargæsluliði í Írak kallaður heim

Utanríkisráðherra segist harma mjög stríðsreksturinn í Írak.
Utanríkisráðherra segist harma mjög stríðsreksturinn í Írak. Reuters

Utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, hefur ákveðið að kalla heim eina íslenska friðargæsluliðann sem starfað hefur sem upplýsingafulltrúi á vegum þjálfunarverkefnis Atlantshafsbandalagsins. Hann verður kallaður heim um næstu mánaðamót.

Í fréttum Stöðvar 2 sagði Ingibjörg Sólrún að Ísland myndi halda áfram að styðja Íraka en harmar mjög stríðsreksturinn í landinu.

Friðargæsluliðinn hefur verið staðsettur á svo kölluðu grænu svæði í Bagdad, sem hefur að mestu verið öruggt svæði þó að þar hafi stöku flugskeyti lent.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka