Í offituaðgerð 13 ára og tæp 200 kg

Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur- ingibjorg@bladid.net

Um 500 magahjáveituaðgerðir hafa verið gerðar á Landspítalanum frá því að þær hófust þar árið 2001. Yngsti offitusjúklingurinn var 13 ára og tæplega 200 kg, að sögn Björns Geirs Leifssonar skurðlæknis. Alls hafa 9 einstaklingar tvítugir og yngri farið í slíka aðgerð.

„Við gerum ekki slíkar aðgerðir á unglingum nema í mjög náinni samvinnu við barnalækna. Þetta er ekki gert nema í undantekningartilfellum þegar allt annað hefur verið reynt og baráttan hefur verið mikil og löng," segir Björn Geir Leifsson skurðlæknir.

Í Svíþjóð stendur til að gera magahjáveituaðgerðir á 40 börnum á aldrinum 13 til 18 ára vegna offitu og eru aðgerðirnar liður í tilraunaverkefni. Þar hefur verið gerð aðgerð á 15 ára dönskum pilti sem var rúmlega 200 kg og er þetta í fyrsta sinn sem dönsk yfirvöld gera málamiðlun vegna aldursmarkanna sem eru 20 ár. Hér á landi gilda engar reglur um aldur þeirra sem fara í magahjáveituaðgerð.

Nánar í Blaðinu í dag

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert