Sexfalt fleiri taka pungapróf

Það er vinsælt að taka pungaprófið
Það er vinsælt að taka pungaprófið
Eftir Þórð Snæ Júlíusson - thordur@bladid.net

Aðsókn á pungaprófsnámskeið, sem veita skipstjórnarréttindi á skipum sem eru 30 rúmlestir eða minni, er sex sinnum meiri í haust en á venjulegri önn. Ástæðan er sú að fyrsta janúar næstkomandi munu ný lög taka gildi um réttindi til skipstjórnar. Þá munu þeir sem þreyta pungaprófið öðlast réttindi til að sigla tólf metra skipum eða styttri í stað þeirra 30 rúmlesta sem miðað er við í dag, en skip af þeirri stærð geta verið töluvert lengri en tólf metrar. Þeir sem vilja stýra stærri skipum þurfa þá að sækja að minnsta kosti eins árs nám í Fjöltækniskólanum til að öðlast réttindi til að gera slíkt.

Sigríður Ágústsdóttir, endurmenntunarstjóri Fjöltækniskólans, segist aldrei hafa upplifað annað eins. „Það eru líklega yfir 300 manns sem hafa skráð sig. Á venjulegri önn höfum við verið með eitt eða tvö námskeið og 24 komist á hvert þeirra. Núna erum við búin að setja upp þrettán námskeið og getum ekki sett á fleiri. Ekki nema við bætum við dögum í árið."

Nánar í Blaðinu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert