Dagur: Tími til að breyta Reykjavík úr amerískri bílaborg

Ráðhús Reykjavíkur
Ráðhús Reykjavíkur mbl.is/Sverrir

Dag­ur B. Eggerts­son verðandi borg­ar­stjóri sagði á fundi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar sem nú stend­ur yfir í höfuðstöðvum flokks­ins við Hall­veig­ar­stíg í Reykja­vík að eitt af því fáa sem aldrei hafi þurft að ræða við mynd­un nýs meiri­hluta í Reykja­vík hafi verið það hver myndi leiða sam­starfið.

Þá sagði hann að málið snér­ist um ör­ugg­an leigu­markað, þróun borg­ar­inn­ar úr því að verða am­er­ísk bíla­borg í borg með al­vöru lífs­gæðum og að hætta þeim vinnu­brögðum sem tíðkast hafa und­an­farna mánuði með baktjalda makki í lokuðum hliðar­her­bergj­um.

„Kæru fé­lag­ar þetta er sögu­legt tæki­færi til að láta verk­in tala og virkja okk­ur sjálf," bætti Dag­ur við.

Odd­ný Sturlu­dótt­ir er fund­ar­stjóri og meðal fund­ar­gesta eru Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Mörður Árna­son.

Dagur B. Eggertsson mun taka við embætti borgarstjóra á fundi …
Dag­ur B. Eggerts­son mun taka við embætti borg­ar­stjóra á fundi borg­ar­stjórn­ar Reykja­vík­ur á þriðju­dag. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert