Dagur: Tími til að breyta Reykjavík úr amerískri bílaborg

Ráðhús Reykjavíkur
Ráðhús Reykjavíkur mbl.is/Sverrir

Dagur B. Eggertsson verðandi borgarstjóri sagði á fundi Samfylkingarinnar sem nú stendur yfir í höfuðstöðvum flokksins við Hallveigarstíg í Reykjavík að eitt af því fáa sem aldrei hafi þurft að ræða við myndun nýs meirihluta í Reykjavík hafi verið það hver myndi leiða samstarfið.

Þá sagði hann að málið snérist um öruggan leigumarkað, þróun borgarinnar úr því að verða amerísk bílaborg í borg með alvöru lífsgæðum og að hætta þeim vinnubrögðum sem tíðkast hafa undanfarna mánuði með baktjalda makki í lokuðum hliðarherbergjum.

„Kæru félagar þetta er sögulegt tækifæri til að láta verkin tala og virkja okkur sjálf," bætti Dagur við.

Oddný Sturludóttir er fundarstjóri og meðal fundargesta eru Ingibjörg Sólrún Gísladóttir formaður Samfylkingarinnar og Mörður Árnason.

Dagur B. Eggertsson mun taka við embætti borgarstjóra á fundi …
Dagur B. Eggertsson mun taka við embætti borgarstjóra á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur á þriðjudag. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka