Stefnt að því að margfalda eignir REI á tveimur árum

Fram kom í kynningu sem Bjarni Ármannsson og Hannes Smárason héldu fyrir hugsanlega fjárfesta í Reykjavik Energy Investment í London þann 4. október síðastliðinn að með samrunasamningi fyrirtækjanna hefði REI tryggt sé aðgang að áratugalangri reynslu Orkuveitu Reykjavíkur og öllum helstu lykilstarfsmönnum hennar. Þá kom þar fram, samkvæmt því fram kom í fréttum Stöðvar 2 í kvöld, að stefnt væri að því að fyrirtækið allt að áttfaldaði eignir sínar á næstu tveimur árum.

Fram kom að stærstu hluthafar hins nýja fyrirtækis væru:Orkuveita Reykjavikur 35,5%, FL Group 27%, Atorka Group 20%, Glitnir bank 6,2%. Skýrsla á vef FL Group

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert