Launafólk fái stærri hlutdeild í aukningu þjóðarverðmæta

Árs­fund­ur Alþýðusam­bands Ísland krafðist þess í álykt­un um launa­mál, að launa­fólk fái stærri hlut­deild í aukn­ingu þjóðar­verðmæta. Seg­ir í álykt­un­inni, að þrátt fyr­ir að gerð kjara­samn­inga sé viðfangs­efni ein­stakra fé­laga og lands­sam­banda leggi árs­fund­ur­inn áherslu á að í kom­andi kjara­samn­ing­um verði samið um launa­hækk­an­ir sem tryggi auk­inn kaup­mátt, sér­staka hækk­un lægstu launa, auk þess sem tekið verði af festu á launam­is­rétti kynj­anna.

Jafn­framt verði ör­ygg­is­net kjara­samn­ing­anna styrkt og þannig komið í veg fyr­ir fé­lags­leg und­ir­boð. Það verði meðal ann­ars gert með því að færa taxta að greiddu kaupi og með því að tryggja að fag­leg starfs­rétt­indi launa­fólks verði virt.

Þá seg­ir í álykt­un­unni, að árs­fund­ur­inn telji mik­il­vægt að aðild­ar­sam­tök­in standi sam­an að kröf­um, sem varði sam­eig­in­lega hags­muni alls launa­fólks gagn­vart stjórn­völd­um og at­vinnu­rek­end­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert