Ríkisútvarpinu stefnt fyrir ærumeiðingar

Tengda­dótt­ir og son­ur Jón­ínu Bjart­marz, fyrr­ver­andi um­hverf­is­ráðherra, hafa stefnt út­varps­stjóra og Kast­ljósi og krefjast 3.5 millj­ón­ar króna í bæt­ur fyr­ir ærumeiðing­ar og brot á friðhelgi einka­lífs þeirra.

Fram kom í Sjón­varp­inu, að í stefn­unni segi að í um­fjöll­un Rík­is­út­varps­ins hafi verið látið að því liggja að um­sókn Luciu Sierra hafi fengið sérmeðferð hjá Alþingi vegna tengsla henn­ar við ráðherr­ann.

Sú um­fjöll­un hafi verið sér­stak­lega meiðandi fyr­ir hana og unn­usta henn­ar. Með um­fjöll­un sinni hafi RÚV dregið þau með ólög­mæt­um og ómál­efna­leg­um hætti inn í póli­tísk­ar of­sókn­ir á hend­ur Jón­ínu. Þá telja þau að Kast­ljós hafi brotið gegn friðhelgi einka­lífs þeirra með því að birta um­sókn Luciu um rík­is­borg­ara­rétt. Hún hafi verið trúnaðarskjal um einka­mál­efni sem Kast­ljós hafi kom­ist yfir með brögðum.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert