Byrjað að framleiða snjó í Hlíðarfjalli

Frá Hlíðarfjalli í morgun
Frá Hlíðarfjalli í morgun

Snjóframleiðsla er hafin í Hlíðarfjalli á Akureyri og er snjóframleiðslukerfið nú látið ganga allan sólarhringinn. Byggja þarf skíðabrekkurnar upp frá grunni þar sem lítið sem ekkert hefur snjóað á Akureyri í haust og því mun taka nokkra daga að gera þær klárar.

Samkvæmt veðurspá verður kalt í veðri út þessa viku og ef það helst þannig má búast við að hægt verði að bregða sér á skíði eftir u.þ.b.10 daga, samkvæmt upplýsingum frá Akureyrarbæ.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert