Samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra fóru allir átta félagar í norrænu vélhjólasamtökunum Hell’s Angels (Vítisenglum), sem var neitað um landgöngu í gær, úr landi í dag í fylgd með 16 lögreglumönnum. Eiginkonur tveggja þeirra voru einnig með í för. Önnur þeirra fór með eiginmanni sínum til Ósló í Noregi en hin varð eftir hér á landi.