Meiri leki í aðrennslisgöngum en menn væntu

Vatn hefur verið að þrýstast upp úr aðrennslisgöngum Kárahnjúkavirkjunar og myndað lindir uppi á yfirborðinu í svonefndum Glúmsstaðadal. Lekinn nemur 200 lítrum á sekúndu og er bleytusvæðið um þriðjungur úr hektara.

Sigurður Arnalds, upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar, segir að upphaflega hafi lekið mjög mikið vatn inn í hin 40 km löngu göng, eða 2.500 lítrar á sekúndu. Menn hafi losað sig við vatnið, einkum í gegnum aðgöng aðrennslisganganna og voru sprungurnar, sem vatnið fossaði inn um, þéttar áður en göngin voru fyllt. Um leið hafi vatnsþrýstingur snúist við og nú leitað út á við með fyrrnefndum afleiðingum. Sigurður bendir á að yfirborð jarðar yfir aðrennslisgöngunum sé að mestu leyti hærra en Hálslón og þar með geti vatn úr göngunum aldrei náð upp á yfirborðið. Göngin liggi hinsvegar undir þremur litlum dalverpum þar sem landhæð er lægri en nemur þrýstingi í göngunum. „Ef það er sprunga úr göngunum upp á yfirborðið, þá getur seytlað vatn upp og komið fram sem lind," segir hann. "Það kemur vatn upp í einu þessara dalverpa, í Glúmsstaðadal en magnið er meira en við áttum von á," segir hann en staðhæfir að magnið skipti samt ekki máli.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka