Lífskjör best á Íslandi

Best er að búa á Íslandi að mati Þróunaráætlunar Sameinuðu …
Best er að búa á Íslandi að mati Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna. mbl.is/Jón H. Sigmundsson

Ísland er í efsta sæti ásamt Noregi í nýrri lífskjaravísitölu Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna en stofnunin birtir árlega lista þar sem lagt er mat á lífsgæði í 177 ríkjum, svo sem ævilíkur, menntunarstig og verga landsframleiðslu á mann. Afríkuríkin Sierra Leone og Búrkína Fasó eru í neðstu sætunum.

Skýrsla Þróunaráætlunar SÞ hefur verið gefin út árlega frá árinu 1990 og þar er lagt mat á fjölda hagstærða og annarra þátta, sem hafa áhrif á lífsgæði í löndunum.

Ísland og Noregur fá sömu einkunn, 0,968 er Ísland er samt í 1. sætinu á listanum, þar sem Noregur hefur setið undanfarin sex ár. Ástæðan er m.a. að hér á landi eru lífslíkur meiri og sömuleiðis verg landsframleiðsla á mann, að því er kemur fram í Nettavisen.

Í þriðja sæti er Ástralía, þá Kanada, Írland og Svíþjóð. Í næstu sætum eru Sviss, Japan, Holland, Frakkland, Finnland, Bandaríkin, Spánn, Danmörk, Austurríki, Bretland, Belgía, Lúxemborg, Nýja-Sjáland og Ítalía.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka