Nuddaður og klipptur í vinnunni

„Google er að mínu mati drauma­fyr­ir­tæki að mörgu leyti," seg­ir Finn­ur Breki Þór­ar­ins­son, en hann starfar við hug­búnaðargerð hjá tæn­iris­an­um Google í Banda­ríkj­un­um. Í ný­legri út­tekt Fortu­ne-tíma­rits­ins var Google valið þaðfyr­ir­tæki í Banda­ríkj­un­um sem best er að vinna fyr­ir. Ýmis fríðindi eru í boði fyr­ir starfs­menn á vinnustaðnum, til dæm­is læknaþjón­usta, lík­ams­rækt og þvotta­hús, en öll þjón­ust­an er gjald­frjáls.

Finn­ur Breki hef­ur búið í Banda­ríkj­un­um í sjö ár ásamt eig­in­konu sinni og eiga þau sam­an tvö börn. Fjöl­skyld­an býr í Norður-Kali­forn­íu í miðjum Sí­lí­kondaln­um, sem er hjarta há­tækniiðnaðar­ins í Banda­ríkj­un­um. „Google legg­ur sig mikið fram við að gera vel við starfs­menn sína. Mötu­neyt­in eru víðfræg fyr­ir úr­val og gæði og orðið mötu­neyti er í raun rang­nefni þar sem þau eru lík­ari veit­inga­stöðum að gæðum en hefðbundn­um mötu­neyt­umfyr­ir­tækja," seg­ir Finn­ur Breki um mötu­neyt­in hjá Google sem hafa vakið heims­at­hygli. „Eitt mötu­neytið sér­hæf­ir sig í spænsk­um smá­rétt­um, annað býr til aust­ur­lenska rétti og mat­reiðir sus­hi á staðnum og svona mætti lengi telja. Veðurfarið ger­ir það að verk­um að maður get­ur setið að snæðingi úti und­ir sól­hlíf og notið Kali­forn­íu."

Sól­in er ekki það eina sem starfs­menn Google fá að njóta á hverj­um degi. Ýmis fyr­ir­tæki bjóða upp á þjón­ustu inn­an höfuðstöðva Google, svo sem nudd, klipp­ingu, þvott á bíl­um og ol­íu­skipti.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert