Ráðherra segir Siðmennt misskilja

Íslenska þjóðkirkjan og stjórnvöld hafa eytt misskilningi um stöðu kristinnar trúar inni í grunnskólum landsins. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir alveg ljóst að bréf sem sent var skólastjórnendum hafi ekki átt að girða fyrir fermingarferðir grunnskóla. Bréfið hafi átt að árétta að fermingarfræðsla sé ekki hluti af skóladagatalinu. Áfram verði heimilt að skipuleggja fermingarferðir eins og áður, í samráði við foreldra.

Ráðherra segir Siðmennt misskilja ef félagið heldur að kristin gildi og menning eigi að víkja úr grunnskólum. Þorgerður Katrín segir að það sé algjör fásinna, kristnin sé hluti af íslensku samfélagi. "Það stendur ekki til að yfirgefa kristin gildi, við eigum ekki að vera feimin við þau. Ætla menn að banna litlu jólin og afnema jólafrí og páskafrí? Jólin eru hluti af okkar samfélagi, en ekki kjarasamningsatriði. Hér er þjóðkirkja og við erum ekki að hverfa frá kristnum gildum. Þá er rangur skilningur að skólar megi ekki fara með börnin til kirkju."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka