Krefjast afsökunarbeiðni frá biskupi

Félagið Siðmennt hefur sent Karli Sigurbjörnssyni, biskup Íslands, bréf þar sem þess er krafist að hann biðjist afsökunar á ummælum í fjölmiðlum um að Siðmennt séu hatrömm samtök sem vilji að öllu leyti stöðva aðkomu trúarinnar í skólum.

Í bréfinu segir að Siðmennt taki því mjög alvarlega að æðsti fulltrúi stærsta trúarsafnaðar landsins viðhafi jafn meiðandi og niðrandi orð um félagið. Félagið sjái um borgaralegar fermingar á ári hverju og yfir 100 foreldrar treysti félaginu fyrir mikilvægri kennslu fyrir ungmenni þeirra á fermingarnámskeiði félagsins.

„Það er ákaflega ærumeiðandi fyrir félagið og þá foreldra sem hafa treyst Siðmennt fyrir börnum sínum að heyra frá biskupi Þjóðkirkjunnar að „samtökin [séu] hatrömm". Að sama skapi truflar það opinbera umræðu um trúfrelsi þegar æðsti leiðtogi Þjóðkirkjunnar fullyrðir reglulega að Siðmennt sé á móti fræðslu um kristna trú," segir m.a. í bréfinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert