„Ofboðslegur ruddi“

Þórdís Björnsdóttir.
Þórdís Björnsdóttir.

Þórdís  Björnsdóttir lenti í mjög óþægilegri meðferð á JFK flugvelli í nóvember sl. og hefur tilkynnt atvikið til utanríkisráðuneytisins í kjölfar máls Erlu Óskar Arnardóttur. Þórdís var ekki ein á ferð því hún var með átta ára dóttur sína.

 Hún var færð í yfirheyrsluherbergi og segir hún landamæravörðinn hafa æpt á sig með síendurteknum spurningum um hvað hún væri að gera í Bandaríkjunum. „Við vorum þarna í fimm tíma og fengum ekkert að vita,“ segir hún.

„Þessi maður var ofboðslegur ruddi og dóni. Ég mátti ekkert hringja og varð að sitja í fimm tíma.“ Um síðir var tilkynnt að mæðgurnar ættu að fara úr landi eftir 20 tíma og vísað á ömurlegan svefnstað í flugstöðinni.

„Þetta var lítil skítug kytra með engu svefplássi og matarslettum á stól sem þarna var,“ segir Þórdís. Hún segir að um nóttina hafi sífellt borið á truflunum og verðir komið inn til að kíkja á mæðgurnar. „Þetta var gersamlega út í hött. Framkoma allra var ofboðslega ruddaleg. Menn voru höstugir. Fangamynd og fingraför voru tekin af mér hvað eftir annað og enginn talaði blíðlega eða sagði hvað væri að fara að gerast,“ segir Þórdís.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka