Mótvægisaðgerðir gagnast frekar körlum

„Aðgerðirnar munu frekar nýtast körlum sýnist mér. Vinnumarkaðurinn er mjög kynjaskiptur og þess vegna munu t.d. þeir milljarðar sem veittir eru í samgönguúrbætur og viðhald fasteigna fremur gagnast körlum en konum. Þó eru það að stórum hluta konur sem missa vinnuna við aflasamdráttinn,“ segir Guðbjörg Linda Rafnsdóttir félagsfræðingur. Í haust var áætlað að aðgerðirnar myndu skapa 500-600 störf. Nú þegar hefur um 350-400 einstaklingum í fiskvinnslu verið sagt upp vegna kvótaskerðingarinnar, að sögn Arnars Sigurmundssonar, formanns Samtaka fiskvinnslustöðva. Hann telur að þar af séu um 250 konur.

„Þetta eru almennar aðgerðir sem eiga að nýtast bæði körlum og konum. Það er ekkert ólíklegt að margar skammtímaaðgerðirnar séu karllægar en langtímaaðgerðirnar eiga að koma konum að gagni ekki síður en körlum. T.d. gagnast úrbætur í samgöngumálum báðum kynjum,“ segir Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka