Össur Skarphéðinsson alþingismaður var kjörinn formaður Samfylkingarinnar í póstkosningu sem staðið hefur undanfarnar vikur. Össur fékk 3363 atkvæði, eða 76,4%, en Tryggvi Harðarson 956 atkvæði eða 21,7% af alls 4401 atkvæði sem barst. Auðir og ógildir seðlar voru 82. Kjöri Össurar var lýst á stofnfundi Samfylkingarinnar sem nú stendur yfir í Borgarleikhúsinu.
Alls bárust 4.574 atkvæði en á kjörskrá í atkvæðagreiðslunni voru 10.192. Af þeim atkvæðum sem bárust voru 173 atkvæði ekki talin fullnægjandi og því voru greidd atkvæði 4.401 en auð og ógild voru 82.