Össur Skarphéðinsson kjörinn formaður Samfylkingarinnar

Össur Skarphéðinsson lýstur formaður Samfylkingarinnar.
Össur Skarphéðinsson lýstur formaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Árni Sæberg

Össur Skarphéðinsson alþingismaður var kjörinn formaður Samfylkingarinnar í póstkosningu sem staðið hefur undanfarnar vikur. Össur fékk 3363 atkvæði, eða 76,4%, en Tryggvi Harðarson 956 atkvæði eða 21,7% af alls 4401 atkvæði sem barst. Auðir og ógildir seðlar voru 82. Kjöri Össurar var lýst á stofnfundi Samfylkingarinnar sem nú stendur yfir í Borgarleikhúsinu.

Alls bárust 4.574 atkvæði en á kjörskrá í atkvæðagreiðslunni voru 10.192. Af þeim atkvæðum sem bárust voru 173 atkvæði ekki talin fullnægjandi og því voru greidd atkvæði 4.401 en auð og ógild voru 82.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert