Radio og X-ið sameinaðar í eina stöð

Útvarpsstöðvarnar Radio og X-ið voru sameinaðar í morgun en nýja stöðin mun heita Radio-X. Ágúst Héðinsson, yfirmaður dagskrárdeildar útvarpssviðs hjá Íslenska útvarpsfélaginu, sagði hagræðingu ástæðuna fyrir sameiningu stöðvanna. Radio-X verður fyrst um sinn send út á tíðnum gömlu stöðvanna, FM 97,7 og FM 103,7, en í framtíðinni verður Radio-X send út á 103,7. Þorsteinn Hreggviðsson (Þossi) hefur verið ráðinn dagskrárstjóri stöðvarinnar. Gert er ráð fyrir að nýja stöðin muni halda úti því besta sem var á báðum stöðum, að sögn Ágústs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka