Gunnar og Ármann efstir eftir að 500 atkvæði af 2.767 hafa verið talin

Gunnar Birgisson, alþingismaður og leiðtogi sjálfstæðismanna í Kópavogi, er í fyrsta sæti þegar 500 atkvæði hafa verið talin í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi, vegna bæjarstjórnarkosninganna í vor. Gunnar hefur fengið 231 atkvæði í fyrsta sæti. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarfulltrúi og aðstoðarmaður Sjávarútvegsráðherra, er í öðru sæti með 175 atkvæði, Bragi Michaelsson bæjarfulltrúi er þriðji með 194, Sigurrós Þorgrímsdóttir fjórða með 248, Halla Halldórsdóttir fimmta með 228 og Gunnsteinn Sigurðsson sjötti með 259. Sjöunda er Ásdís Ólafsdóttir með 284 og áttunda Margrét Björnsdóttir með 297. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú fimm fulltrúa í bæjarstjórn. Alls tóku 2.767 manns þátt í prófkjörinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert