Ýmissa grasa kennir á uppboðsvefnum ebay á netinu og þar keppast menn nú um að eignast íslenska bílnúmeraplötu. Fyrsta boð í hana var 10 dollarar en nú er hæsta boð komið í 26 dollara.
Tilboðið rennur út annað kvöld en í morgun höfðu sjö aðilar skipst á að bjóða í númeraplötuna. Á henni er að sjá númerið FU616 og milli stafanna er grænn skoðunarmiði með ártalinu 1991. Samkvæmt upplýsingum sem er að finna á vefnum er platan af bíl úr Reykjavík en skjaldarmerki borgarinnar er einnig límt á plötuna. Seljandinn er með aðsetur í Amsterdam í Hollandi. Uppboðið á bílnúmerinu(FONT>