Lögreglan í Reykjavík vinnur að rannsókn máls frá því í gær er ung stúlka fannst látin í heimahúsi í Breiðholtshverfi í Reykjavík. Stúlkan sem lést er níu ára gömul. Móðir hennar, 38 ára, hefur verið vistuð á geðdeild á sjúkrahúsi en konan er grunuð um að vera völd að láti dóttur sinnar. Unnið er áfram að rannsókn málsins, að því er segir í fréttatilkynningu lögreglu. Stúlkan lést um hádegisbilið í gær. Mæðgurnar voru gestkomandi í húsinu þar sem stúlkan lést. Frekari fregnir er ekki að hafa af málinu að svo stöddu.