Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra skrifaði í dag undir yfirlýsingu um formlega þátttöku Íslands að bíllausum degi sem haldinn verður sunnudaginn 22. sept. í Evrópu fjórða árið í röð. Frakkar stóðu fyrstir að bíllausum degi árið 1998.
Í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu segir, að reynslan af bíllausa deginum hafi verið góð og verði nú í fyrsta sinn efnt til sérstakrar flutningaviku í tengslum við daginn vikuna 16.-22. sept nk.
Formleg þátttaka Íslands í átakinu tryggir að íslensk sveitarfélög sem taka þátt í bíllausa deginum eða flutningavikunni komist á lista yfir þátttakendur. Yfir 1000 borgir og bæir í Evrópu hafa þegar tilkynnt um formlega þátttöku í bíllausa deginum og um 300 sveitarfélög hafa þegar ákveðið að taka þátt í flutningavikunni.
http://www.22september.org.Heimasíða bíllausa dagsins