Afkomendur Halldórs Kiljan Laxness undirbúa málsókn gegn Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni vegna vinnubragða hans við ritun bókar hans um skáldið. Afkomendurnir hafa einnig ákveðið að vísa málinu til siðanefndar Háskóla Íslands og óska eftir að siðanefndin fjalli um vinnubrögð Hannesar við ritun bókarinnar og kveði upp úr um hvort Háskólinn fallist á þessi vinnubrögð. Meira
"Það kemur mér á óvart og mér þykir miður að Helga Kress skuli lauma einhverri óbirtri skýrslu um mig í fjölmiðla, áður en hún kynnir mér hana sjálf. Þetta er líklega brot á siðareglum háskólans," segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor við Háskóla Íslands, um greinargerð sem Helga Kress, prófessor við HÍ, hefur unnið um vinnubrögð Hannesar við ritun fyrsta bindis ævisögu Halldórs Laxness. Meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarson svarar gagnrýni Helgu Kress á fyrsta bindi ævisögu sinnar um Halldór Laxness í Lesbók í dag og segir að dylgjur Helgu um ritstuld sinn eigi ekki við nein rök að styðjast. Ennfremur segir hann að það hefði óneitanlega "verið viðkunnanlegra, að Helga Kress hefði sagt hreinskilnislega frá því, að hún ætti beinna hagsmuna að gæta í málinu," þegar hún skrifaði dóminn. Meira
"Það er ekki nóg að vera með almennar tilvísanir fremst eða aftast í verki. Mér sýnist verk Hannesar vera á mörkunum," sagði Guðjón Friðriksson sagnfræðingur á blaðamannafundi sem Reykjavíkurakademían efndi til um hvað ættu að teljast góð vinnubrögð og hvað ekki við ritun ævisagna, m.a. með hliðsjón af deilunni um fyrsta bindi ævisögu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um Halldór Laxness. Meira
Í greinargerð sinni segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson ritdóm sem Gauti Kristmannssson flutti í Víðsjá 22. desember hafa verið "illskeyttan". Þessu hafnar Gauti og segist einmitt hafa lagt sig fram um að vera málefnalegur og láta alla pólitík lönd og leið. Hann bendir á að Hannes segi það eitt efnislega um dóminn að hann hafi verið "illskeyttur" en tilfæri engin dæmi því til stuðnings. Það sé skrýtið þar sem Hannes hafi boðað að hann myndi svara gagnrýnisatriðum lið fyrir lið. Meira
"Greinargerðin svarar því sjálf að því er mig varðar," segir Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur, um ummæli dr. Hannesar H. Gissurarsonar varðandi vinnubrögð sín í greinargerðinni, sem Hannes lagði fram í fyrradag. "Hann er ásakaður fyrir að nota texta annarra manna án þess að vitna til þeirra en ég geri það náttúrulega ekki enda ásakar hann mig ekki fyrir það." Meira
Guðjón Friðriksson sagnfræðingur hefur hafið heimildasöfnun vegna ritunar ævisögu Hannesar Hafstein á vegum Eddu útgáfu hf., en stefnt er að því að bókin komi út haustið 2005. Í ár eru 100 ár liðin frá því Íslendingar fengu heimastjórn og innlendan ráðherra með búsetu á Íslandi, en Hannes Hafstein var fyrsti íslenski ráðherrann. Meira
"HANN hefur orðið uppvís að ritstuldi og það er ekki nóg að skrifa greinargerð eftir slíkt framferði," segir Guðný Halldórsdóttir, dóttir Halldórs Laxness, um greinargerð dr. Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, þar sem hann vísar á bug ásökunum um ritstuld eða óheiðarleg vinnubrögð í bók sinni Halldór. Meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor, segir í greinargerð um gagnrýni sem hann hefur sætt vegna bókarinnar Halldórs, að í eftirmála bókarinnar komi skýrt fram, að hann nýti sér efni úr minningabókum Halldórs Laxness og ritum Peters Hallbergs, þótt hann breyti textum eftir þörfum eigin verks. „Ég geri hvergi neina tilraun til að leyna því. Raunar tók ég þetta einmitt sérstaklega fram til þess að þurfa ekki að vitna eins oft og ella í þessi rit. Allt tal um ritstuld er því fráleitt," segir Hannes, sem boðaði til blaðamannafundar nú síðdegis þar sem hann lagði greinargerðina fram. Meira
Helga Kress, prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands, segir í grein í Lesbók Morgunblaðsins í dag að ævisaga Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um Halldór Laxness byggist alfarið á rannsóknum sænska fræðimannsins Peters Hallbergs og bæti þar engu við sem máli skipti. Meira
Handhafar höfundarréttar Nóbelsskáldsins Halldórs Laxness undirbúa málshöfðun á hendur Hannesi Hólmsteini Gissunarsyni fyrir meðferð hans á textabrotum úr verkum Halldórs í nýrri ævisögu um skáldið. Þetta kom fram í viðtali Ríkisútvarpsins við Guðnýju Halldórsdóttur, dóttur Halldórs. Þar sagði Guðný að Hannes færi ekki aðeins offari í verkum föður síns heldur einnig í verkum höfunda sem fjallað hafa um Halldór, svo sem Helgu Kress, Ólafi Ragnarssyni og Peter Hallberg.
Í lögfræðiáliti, sem Landsbókasafn Íslands Háskólabólasafn hefur aflað sér um réttarstöðu Landsbókasafns varðandi aðgang að bréfasafni Halldórs, kemur fram sú niðurstaða að safninu beri að virða tilmæli Auðar Laxness um aðgangstakmarkanir að þeim hluta bréfasafns Halldórs sem inniheldur gögn sem stafa frá honum sjálfum. Meira
Almenna bókafélagið, sem er í eigu Eddu útgáfu hf., mun gefa út fyrsta bindi af ævisögu Halldórs Kiljans Laxness sem Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor er að skrifa. Bjarni Þorsteinsson, útgáfustjóri Almenna bókafélagsins, segir að bókin sé væntanleg á markað í lok nóvember næstkomandi. Meira
"Mínumspurningum var ekkert svarað í þessu bréfi Rithöfundasambandins. Það virðist ætla að leiða málið hjá sér," segir Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor um efni svarbréfs við spurningum hans um lögmæti þess að takmarka aðgang að bréfasafni Halldórs Kiljans Laxness á Landsbókasafni Íslands - háskólabókasafni. Meira
Ögmundur Helgason, forstöðumaður handritadeildar Landsbókasafns, segir þá grundvallarreglu eðlilega þegar tekið er á móti einkaskjalasöfnum til varðveislu, að fólk sem það gerir setji aðgangsreglur. Jafnframt sé það ekki einsdæmi að reglum um aðgang sé bætt við eftir á, en aðstandendur Halldórs Laxness vilja að aðgangi að safni hans í varðveislu handritadeildarinnar verði lokað. "Séu engar kvaðir á einkasöfnum af þessu tagi lítum við svo á að allir megi skoða þau, en engu að síður þarf fólk að virða höfundarréttinn," segir Ögmundur. Meira
Fjölskylda Halldórs Laxness hefur sent frá sér yfirlýsingu, þar sem kemur fram að meðan verið sé að fara í gegnum bréfasafn Halldórs, sem geymt er í Þjóðarbókhlöðunni, telji hún eðlilegt að bréfasafnið sé lokað fyrir óviðkomandi. Þessi vinna taki tíma og sé vandmeðfarin og því eðlilegt að fjölskyldan fái næði til þess að ljúka verkinu, en þurfi ekki að stjórnast af ævisagnariturum. Meira
Fjölskylda Halldórs Laxness hefur óskað eftir því að lokað verði fyrir aðgang að þeim gögnum skáldsins sem varðveitt eru í Þjóðarbókhlöðunni, öðrum en handritum að útgefnum verkum hans, nema með skriflegu leyfi fulltrúa fjölskyldunnar. Handritadeild Landsbókasafns Íslands – háskólabókasafns hefur orðið við þessari beiðni. Meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, vinnur að ritun ævisögu Halldórs Laxness og á fyrsta bindið af þremur að koma út í haust. Fram kemur í viðtali við Hannes í blaðinu í dag að hann hafi unnið að verkinu nokkur undanfarin ár og víða leitað fanga, bæði hér á landi og erlendis. Meira