Sinueldur á Mýrum


Innlent | Morgunblaðið | 4.4 | 5:30

Guðni Ágústsson skoðaði afleiðingar stórbrunans á Mýrum í gær

Guðni Ágústsson skoðaði í gær Mýrarnar þar sem stórt svæði...

„Þarna hafa átt sér stað hrikalegar náttúruhamfarir. Landið er illa brunnið og illa farið. Það sem maður dáist mest að er að bændur, slökkvilið og þeir sem börðust við eldinn björguðu þrátt fyrir allt miklu," sagði Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra, en hann fór í gær ásamt Magnúsi Stefánssyni, formanni fjárlaganefndar, um svæði á Mýrum sem varð illa úti af völdum sinuelda í lok síðustu viku og um helgina. Þeir Guðni og Magnús sátu í gærkvöldi aðalfund Búnaðarfélags Mýramanna, þar sem staða mála var rædd. Meira

Innlent | Morgunblaðið | 4.4 | 5:30

Landið er víða illa farið

Víða hafa orðið miklar skemmdir á gróðurlendinu af völdum sinueldanna miklu á Mýrum en ástandið er þó mjög mismunandi eftir svæðum. Sérfræðingar á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands fóru um svæðið í gær og skoðuðu gróðurskemmdir og kortlögðu útlínur svæðisins. Meira

Innlent | mbl | 3.4 | 15:09

Landbúnaðarráðherra skoðar brunasvæðið á Mýrum

Sina brann á um 80 ferkílómetra svæði á Mýrum í síðustu viku.

Guðni Ágústsson, landbúnaðarráðherra, mun síðar í dag skoða svæðið á Mýrum þar sem sinubruninn varð í síðustu viku. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, upplýsti þetta á Alþingi í dag. Meira

Innlent | Morgunblaðið | 3.4 | 5:30

Náttúrufræðistofnun falin úttekt á brunasvæðunum

Frá sinubrunanum á Mýrum.

Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra hefur falið Náttúrufræðistofnun Íslands að gera úttekt á þeim gróður- og dýralífsskaða sem sinubruninn mikli á Mýrum hefur valdið. Hún telur þó ekki nauðsyn á að banna sinubrennur alfarið og bendir á að lög frá 1992 um sinubrennur og meðferð elds á víðavangi séu mjög ströng hvað þetta varðar. Náttúrufarslegt tjón á Mýrum verði hins vegar að rannsaka gaumgæfilega. Meira

Innlent | mbl | 2.4 | 11:16

Sinueldarnir slökktir en víða leynist glóð í mosa; vakthópar skipaðir

Talið er að um 100 ferkílómetra svæði hafi orðið eldinum að bráð.

Unnið er að því að vakta svæðið á Mýrum þar sem sinueldar hafa logað síðustu daga. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi voru eldarnir slökktir í gær en eitthvað er um að eldglæður logi í mosa á svæðinu. Unnið er að því að reyna slökkva í glóðunum og koma í veg fyrir að eldur blossi upp á ný. Meira

Innlent | mbl | 2.4 | 8:09

Búið að slökkva sinueld á Mýrum

Mynd 301534

Sinueldarnir á Mýrum voru slökktir á tólfta tímanum í gærkvöld, en brunasvæðið hefur verið vaktað í nótt, menn reynt að tryggja að eldar kviknuðu ekki aftur. Þetta kemur fram á fréttavef RÚV. Meira

Innlent | mbl | 1.4 | 21:50

Björgunarsveitir kallaðar út á Mýrar

Mynd 301495

Fjöldi manns er að berjast við sinuelda á Mýrum en björgunarsveitarmenn víða voru kallaðir út að til að leysa af þá sem hafa barist við eldinn í dag og kvöld. Að sögn Laufeyjar Gísladóttur í lögreglunni í Borgarnesi standa vonir til að hægt verði að slökkva eldinn í nótt. Ólafur Egilsson, bóndi á Hundastapa, segir að nú sé verið að reyna að koma í veg fyrir að eldurinn fari yfir Hvítsteinslæk. Meira

Innlent | Morgunblaðið | 1.4 | 5:30

Séð fram á bruna fram í næstu viku

Heldur var farið að draga úr bálinu á Mýrum seint í gærkvöldi en þó logaði talsverður eldur á svæðinu, mest ofan við bæinn Ánastaði. Slökkvistarf miðast sem fyrr við að slökkva með fram bílveginum. Meira

Innlent | Morgunblaðið | 1.4 | 5:30

Fleiri hundruð ferkílómetra hafa brunnið í sinueldunum á Mýrum í Borgarfirði

Mikil eldur logaði í sinunni á Mýrum í gær.

Sinueldafaraldur hefur gengið yfir landið í kjölfar mikilla elda sem kviknuðu á Mýrum í Borgarfirði á fimmtudagsmorgun og hafa geisað síðan. Bóndinn á Hundastapa segist aldrei hafa séð jafnmikinn sinubruna á svæðinu en heyrt að svipaður eldur hafi geisað á sama árstíma árið 1959. Meira

Innlent | mbl | 31.3 | 13:33

Stefnt að því að hefta för sinueldsins á Mýrum við Ánastaði

Tugir ferkílómetra af gróðurlandi hafa brunnið á Mýrum frá því í gær.

Slökkviliðið á Akranesi er nú á leiðinni með allt tiltækt lið og þrjá til fjóra slökkvibíla til að aðstoða við að hefta framför sinubrunans á Mýrum. Fyrir eru bílar og liðsmenn frá slökkviliðinu í Borgarnesi og á Hvanneyri með nokkra auka tankbíla sem þeir hafa fengið lánaða hjá fyrirtækjum í Borgarnesi auk bænda með haugsugudælur. „Nú eru menn að einbeita sér að því að hefta för eldsins við veginn við Ánastaði. Ef það tekst ekki verður að endurmeta stöðuna, næsti áfangi eftir það er Langáin," sagði Laufey Gísladóttir hjá lögreglunni í Borgarnesi. Meira

Innlent | mbl | 31.3 | 11:10

Eldurinn slapp yfir Sauraveg og hefur ný hætta skapast

Eldurinn hefur komist yfir Sauraveg og er hvað mestur við Hamra.

Tvö slökkvilið hafa verið kölluð út aftur fyrir skömmu vegna sinuelda á Mýrum eftir að vindátt breyttist og vindur jókst. Við það fór eldur yfir Sauraveg sem búið var að bleyta í nótt. „Vatnið fraus á veginum í nótt en þiðnar nú þegar eldurinn færist nær veginum og hefur hann farið yfir veginn í fláa eða landsvæði sem er um 30 ferkílómetra stórt og á því svæði eru fjórir bóndabæir," sagði Theódór Þórðarson yfirlögregluþjónn í Borgarnesi í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins. Meira

Innlent | mbl | 31.3 | 10:04

Reykjarstrókurinn af sinubrunanum sést vel á gervitunglamyndum NASA

á þessari stækkuðu mynd sést reykjarstrókurinn vel.

Geimferðastofnun bandaríkjanna NASA rekur gervitunglin Terra og Aqua, en brautir þeirra liggja yfir Ísland á hverjum degi. Myndir frá þessum gervitunglum eru m.a. notaðar til þess að staðsetja skógarelda á jörðu niðri. Í gær kom upp mikill sinueldur í Hraunhreppi á Mýrum sem geisar enn og sést hann vel á myndum sem Terra tók klukkan 12:55. Meira

Innlent | mbl | 31.3 | 7:25

Enn loga sinueldar glatt á Mýrum

Sinueldurinn logar enn glatt á Mýrum.

Sinueldar geisa enn á Mýrum og sagði lögreglan í Borgarnesi að þeir hefðu haft vakandi auga á eldinum í alla nótt og að ennþá logaði glatt. Eldurinn er á mjög stóru svæði en er hvergi nærri þjóðveginum. „Einstaka bæir hafa verið í gjörgæslu," sagði lögreglumaður á vakt í Borgarnesi. Slökkvilið Borgarness hefði marga bíla á svæðinu og hefði fengið lánaða tankbíla hjá fyrirtækjum í Borgarnesi því mikið vatn þyrfti til að verja ræktað land og mannvirki. „Bændur nota einnig haugsugur sínar til að dæla vatni," sagði lögreglan í Borgarnesi.

Innlent | Morgunblaðið | 31.3 | 6:06

Misstu tök á sinueldi í Reykholtsdal

Sinueldur fór úr böndunum í Reykholtsdal í gærkvöld og var unnið hörðum höndum að því að slökkva hann áður en hann nálgaðist trjágróður á bænum Kletti þar sem er ættarsetur Steingríms Hermannssonar fyrrverandi forsætisráðherra en þar hafði faðir hans Hermann Jónasson fyrrverandi forsætisráðherra hafið skógrækt á árum áður. Meira

Innlent | Morgunblaðið | 31.3 | 5:30

Allt að tólf jarðir brunnar á Mýrum

Sina brann á um 50 ferkílómetra svæði.

Hver stórsinubruninn rak annan í gær og verður vinnudagurinn hjá slökkviliðum og björgunarsveitum að líkindum í minnum hafður. Allra mestur var sinubruninn á Mýrum í Borgarfirði þar sem allt að 12 jarðir brunnu og naumlega tókst að stöðva eldinn rétt við nokkur íbúðarhús. Að öðru leyti varð ekki við neitt ráðið og eldurinn látinn hafa sinn gang á meðan hann stefndi til sjávar. Meira

Innlent | mbl | 30.3 | 21:46

Sinueldur nálgast jörðina Klett í Reykholtsdal

Miklir sinueldar hafa geisað á suðvesturlandi í dag.

Sinueldur fór úr böndunum í Reykholtsdal í kvöld og nálgast eldurinn nú jörðina Klett. Slökkviliðsstjóri slökkviliðsins í Borgafjarðardölum, Pétur Jónsson, segir sína menn nú vinna hörðum höndum að því að slökkva eldinn sem nálgist trjágróður á Kletti. Tveir bændur sem leyfi höfðu til að brenna sinu misstu tök á eldinum í dag og segir Pétur að banna ætti sinubrennu með öllu. Meira

Innlent | mbl | 30.3 | 19:39

Trjágróður brann í sinueldum í Grafarvogi

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sendi tvo slökkviliðsbíla í Grafarvoginn um fjögurleytið í dag þar sem sina brann við enda vogarins, nærri meðferðarheimili SÁÁ. Búið var að slökkva í um fimmleytið en nokkuð brann af trjám og öðrum gróðri. Varðstjóri slökkviliðsins biður foreldra um að brýna fyrir börnum sínum hversu alvarlegt það sé að kveikja í sinu og að leika sér ekki að eldinum. Meira

Innlent | mbl | 30.3 | 18:14

Tókst að bægja eldi frá tveimur íbúðarhúsum við Skíðsholt

Horft í átt að Laxárholti.

Bjarni Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri í Borgarnesi, segir sínum mönnum hafa tekist að hindra að eldur kæmist í tvö íbúðarhús í Skíðsholtum í Hraunhreppi en eldveggurinn er nú um tveggja til þriggja metra hár og óvíst hversu margir tugir ferkílómetra hafa brunnið í sinueldunum sem geisa í hreppnum. Meira

Innlent | mbl | 30.3 | 16:25

Gríðarlegir sinueldar geisa á Mýrum í Hraunhreppi

Ljósmynd af reyknum frá sinueldunum, tekin úr tugkílómetra...

Slökkviliðið í Borgarnesi hefur frá því í um níuleytið morgun barist við sinuelda sem loga nú á um 60-70 ferkílómetra svæði á Mýrum í Hraunhreppi á Snæfellsnesi. Slökkviliðið reynir nú að verja húseignir á svæðinu. Bjarni Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri í Borgarnesi, líkti ástandinu við náttúruhamfarir þegar Fréttavefur Morgunblaðsins hafði samband við hann um hálffimmleytið nú síðdegis. Meira

Innlent | mbl | 30.3 | 16:13

Miklir sinueldar á Mýrum

Slökkviliðið í Borgarnesi hefur frá því í morgun barist við sinuelda sem nú loga á um 60 ferkílómetra svæði á Mýrum. Fram kemur á fréttavef Skessuhorns, að sem stendur reyni slökkviliðið einungis að verja húseignir á svæðinu. Meira