Fjárlög 2008


Innlent | Morgunblaðið | 14.12 | 5:30

Metafgangur og aðhald aldrei meira

Afgangur af fjárlögum hefur aldrei verið meiri en á fjárlögum 2008, sem Alþingi samþykkti í gær. Alls er gert ráð fyrir afgangi upp á 39,2 milljarða króna og að frádregnum söluhagnaði eigna er gert ráð fyrir afgangi upp á 35 milljarða. Meira

Innlent | mbl | 13.12 | 13:19

Stöðugleiki eða verðbólgueldur

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, í ræðustóli á Alþingi

Mjög misjöfn sýn stjórnar og stjórnarandstöðu kom fram á fjárlög næsta árs þegar fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2008 voru afgreidd á Alþingi í dag með rúmlega 39 milljarða króna afgangi. Frumvarpið var samþykkt með 37 atkvæðum gegn 17 en 9 þingmenn voru fjarstaddir. Meira

Innlent | mbl | 12.12 | 12:16

Gleðileg þróun á Suðurnesjum

Frá Alþingi.

Vakin er sérstök athygli á því í áliti fulltrúa Frjálslynda flokksins og VG í fjárlaganefnd um fjárlagafrumvarpið, að íbúum á Suðurnesjum haldi áfram að fjölga þrátt fyrir brottför hersins og atvinnulíf virðist styrkjast jafnt og þétt. Þriðja og síðasta umræða um fjárlög næsta árs hófst á Alþingi undir hádegið. Meira

Innlent | mbl | 11.12 | 12:32

Tillögur um 2,6 milljarða aukin útgjöld

Á Alþingi.

Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til fyrir lokaumræðuna um fjárlagafrumvarpið á morgun, að útgjöld ríkisins aukist um 2,6 milljarða króna á næsta ári umfram það sem áður hafði verið gert ráð fyrir. Tengjast þau útgjöld að mestu áformum, sem ríkisstjórnin kynnti í síðustu viku um að bæta hag aldraðra og öryrkja. Meira

Innlent | mbl | 4.10 | 10:46

Fyrsta umræða um fjárlög á Alþingi

Fyrsta umræða um fjárlagafrumvarpið er hafin á Alþingi.

Fyrsta umræða um fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár hófst á Alþingi í dag og er gert ráð fyrir því að hún standi fram á kvöld. Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, mælti fyrir frumvarpinu og sagði að staða ríkisfjármála væri góð og horfur sömuleiðis. Gert er ráð fyrir að rúmlega 30 milljarða króna afgangi af rekstri ríkissjóðs á næsta ári. Meira

Innlent | Morgunblaðið | 2.10 | 5:30

Fjárlagafrumvarpið byggist á óljósum forsendum

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, telur að fjárlagafrumvarp fyrir árið 2008 sé byggt á óljósum forsendum og margar séu ólíklegar til að standast. Meira

Innlent | Morgunblaðið | 2.10 | 5:30

Hættumerkin mörg en ríkisstjórnin sofandi og værukær

„Þetta er auðvitað glæsileg staða hjá ríkissjóði eins og við framsóknarmenn höfum margtalað um á síðustu árum. Skuldirnar farnar og uppgangurinn í þjóðfélaginu gefur gríðarlegar tekjur. Þannig að þetta er mikið veisluborð, fjárlagafrumvarpið. En hins vegar finnst mér sem ríkisstjórnin sé sofandi og værukær því hættumerkin eru mörg," sagði Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins í gær um frumvarp til fjárlaga árið 2008. Meira

Innlent | Morgunblaðið | 2.10 | 5:30

Tekjur ríkissjóðs sýna hversu hagvextinum er misskipt

Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sagði að það kæmi nokkuð á óvart hversu tekjur ríkissjóðs væru miklar. Því miður sýndi þetta enn og aftur fram á að landið væri ekki eitt hagsvæði, á suðvesturhorninu og á Mið-Austurlandi hefðu menn mikið umleikis en víða annars staðar væri lítið um að vera, einkum í minni sjávarbyggðum. Þessi misskipting væri verulegt áhyggjuefni, ekki síst nú þegar búið væri að skera niður þorskkvótann. Meira

Innlent | mbl | 1.10 | 16:31

Skattalækkanir tímasettar í ljósi meginmarkmiða í hagstjórn

Mynd 441800

Í greinargerð með fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár er vísað til stefnuyfirlýsingar ríkistjórnarinnar um að stefnt verði að frekari lækkun skatta á einstaklinga á kjörtímabilinu með það að markmiði að bæta hag lágtekjufólks og millitekjufólks. Einnig verði leitað leiða til að lækka frekar skatta á fyrirtæki. Í frumvarpinu segir hins vegar, að skattkerfisbreytingar og aðrar hagstjórnaraðgerðir verði hins vegar tímasettar í ljósi meginmarkmiða ríkisstjórnarinnar í hagstjórn. Meira

Innlent | mbl | 1.10 | 16:00

Ekki gert ráð fyrir framkvæmdum við Sundabraut á næsta ári

 Fyrirhuguð lega Sundabrautar.

Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ári er gert ráð fyrir að 1530 milljóna króna framlagi, sem fyrirhugað var til Sundabrautar á næsta ári, verði frestað. Útgjöld til Vegagerðarinnar eru áætluð 33,2 milljarðar króna og er það 14,1 milljarðs hækkun að raungildi frá gildandi fjárlögum. Meira

Innlent | mbl | 1.10 | 16:00

Fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir 30,8 milljarða tekjuafgangi 2008Myndskeið

Fréttamynd

Fjárlagafrumvarp fyrir árið 2008 er lagt fram með 30,8 milljarða tekjuafgangi, eða sem nemur 2,4% af vergri landsframleiðslu. Frá þessu greindi fjármálaráðherra í dag. Hann segir afkomuna vera mun betri en gert hafi verið ráð fyrir í langtímaáætlun sem lögð var fram síðasta haust. Meira

Innlent | mbl | 1.10 | 16:00

Hálfur milljarður til varnarmála

AWACS ratsjárflugvél, sem tók þátt í varnaræfingu hér á landi í sumar.

Nýr fjárlagaliður, varnarmál, er í fjárlagafrumvarpinu fyrir næsta ár og er gert ráð fyrir 533 milljóna króna útgjöldum vegna þeirra mála. Einnig hefur verið stofnaður fjárlagaliður vegna yfirtöku Íslands á rekstri Ratsjárstofnunar frá Bandaríkjamönnum og verða rekstrargjöld samkvæmt fjárlagafrumvarpinu rúmar 822 milljónir króna. Meira

Innlent | mbl | 1.10 | 16:00

Hóflegum hagvexti spáð á næstu árum

Mynd 441791

Ný þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins bendir til aukins jafnvægis í efnahagsmálum á næstu árum. Fram kom í máli fjármálaráðherra í dag að því sé spáð að það muni hægja tímabundið á hagvexti og að hann verði hóflegur á næstu árum samhliða því að dragi úr verðbólgu og viðskiptahalla. Meira

Innlent | mbl | 1.10 | 16:00

Fjármálaráðherra: Áframhaldandi góð afkoma á ríkissjóði

Mynd 441793

Áætlað er að tekjur ríkissjóðs árið 2008 verði 461,6 milljarðar kr., sem er 77,3 milljarða hækkun frá langtímaáætlun sem lögð var fram haustið 2006. Heildarútgjöld ríkissjóðs á næsta ári eru áætluð rúmir 430 milljarðar, sem er hækkun um 48 milljarða frá áætlun þessa árs. Gangi áform frumvarpsins eftir verður tekjuafgangur af ríkissjóði í fimm ár samfellt og hefur aðhald ríkisfjármála verið talsvert umfram það sem áður var gert ráð fyrir. Meira