Framkvæmdastjóraskipti hjá Sjálfstæðisflokki

Kjartan Gunnarsson afhendir Andra Óttarssyni lykla að skrifstofum Sjálfstæðisflokksins. Geir …
Kjartan Gunnarsson afhendir Andra Óttarssyni lykla að skrifstofum Sjálfstæðisflokksins. Geir H. Haarde og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fylgjast með.

Kjart­an Gunn­ars­son hætti störf­um sem fram­kvæmda­stjóri Sjálf­stæðis­flokks­ins um ára­mót­in Andri Ótt­ars­son tók við starf­inu. Fram­kvæmda­stjóra­skipt­in fóru fram á fundi Geirs H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra og for­manns flokks­ins, og Þor­gerðar Katrín­ar Gunn­ars­dótt­ur mennta­málaráðherra og vara­for­manns, með Kjart­ani og Andra í Val­höll í dag.

Greint var því á fundi miðstjórn­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins 3. októ­ber sl., að Kjart­an Gunn­ars­son óskaði eft­ir að láta af störf­um.  Um leið og miðstjórn­in fellst á þá ósk var samþykkt að ráða Andra Ótt­ars­son hdl. í starf fram­kvæmda­stjóra.  Ákveðið var að fram­kvæmda­stjóra­skipt­in skyldu fara fram sam­kvæmt nán­ara sam­komu­lagi for­manns flokks­ins og frá­far­andi og viðtak­andi fram­kvæmda­stjóra.

Andri kom til starfa á skrif­stofu Sjálf­stæðis­flokks­ins í byrj­un októ­ber og hef­ur starfað með frá­far­andi fram­kvæmda­stjóra síðan. Kjart­an hef­ur verið fram­kvæmda­stjóri Sjálf­stæðis­flokks­ins frá því haustið 1980.

mbl.is

Innlent, Kosningar — Fleiri fréttir

Föstudaginn 20. desember