Mögnuð fráhvarfseinkenni

00:00
00:00

Þing­menn rif­ust um for­seta Alþing­is svo að þakið ætlaði að rifna af hús­inu á fyrsta starfs­degi þings­ins eft­ir rík­is­stjórn­ar­skipt­in. Sjálf­stæðis­menn brugðust ókvæða við að minni­hluta­stjórn vildi embætti þing­for­seta en sjálf­stæðismaður hef­ur gegnt því embætti í 18 ár. Mögnuð frá­hvarf­s­ein­kenni seg­ir fjár­málaráðherra.

Það gekk ekki átaka­laust að kjósa nýj­an for­seta þings­ins á fyrsta starfs­degi þings­ins eft­ir að ný rík­is­stjórn Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur tók við völd­um. Sjálf­stæðis­menn gagn­rýndu meiri­hluta þings­ins harðlega fyr­ir aðför að Sturlu Böðvars­syni og sögðu gern­ing­inn vera í boði Fram­sókn­ar­flokks­ins.  Sig­urður Kári Kristjáns­son þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins kallaði eft­ir yf­ir­lýs­ing­um stjórn­ar­and­stöðunn­ar um sjálf­stæði þings­ins og þá sér­stak­lega Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar fjár­málaráðherra sem sagði Sjálf­stæðis­flokk­inn með ótrú­leg frá­hvarf­s­ein­kenni eft­ir átján ára setu á valda­stóli.

Eft­ir þessa snerru sem bar ým­ist vott um ótrú­lega valda­græðgi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og flá­ræði Fram­sókn­ar­flokks­ins eða leiddi í ljós ótrú­leg frá­hvarf­s­ein­kenni Sjálf­stæðis­flokks­ins, allt eft­ir flokkslín­um var Guðbjart­ur Hann­es­son kos­inn for­seti þings­ins með 35 at­kvæðum en Sturla Böðvars­son hlaut 25.

Sjá nán­ar á MBL sjón­varpi.

mbl.is