Hörð gagnrýni á seðlabankafrumvarp

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, í ræðustóli Alþingis.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, í ræðustóli Alþingis. mbl.is/Kristinn

Þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins hafa gagn­rýnt harðlega frum­varp, sem for­sæt­is­ráðherra mælti fyr­ir á Alþingi í dag um breyt­ing­ar á lög­um um Seðlabank­ann. Birg­ir Ármanns­son sagði m.a. að frum­varpið væri í raun upp­suða úr breyt­ing­ar­til­lögu, sem lögð hefði verið fram þegar lög­um um Seðlabank­ann var breytt á Alþingi árið 2001.

Birg­ir lýsti efa­semd­um um að frum­varpið væri fag­lega unnið og talaði um hand­ar­baka­vinnu­brögð. Kallaði hann eft­ir upp­lýs­ing­um um hvaða sér­fræðing­ar hefðu unnið að mál­inu og hvaða upp­lýs­ing­um hefði verið leitað er­lend­is frá til und­ir­bún­ings frum­varp­inu.

Jó­hanna full­yrti að vinna við frum­varpið hefði verið fag­legt. Ekki hefði gef­ist mik­ill tími til að vinna málið en und­ir­bún­ing­ur­inn, miðað við þann tíma, hefði verið góður. Þá hefði farið fram sam­an­b­urður við það fyr­ir­komu­lag, sem er í öðrum lönd­um. Jó­hanna vildi ekki upp­lýsa hvaða sér­fræðing­ar hefðu unnið að mál­inu.

Birg­ir sagði að sjálf­stæðis­menn væru reiðubún­ir til að fara yfir málið í heild á þeim for­send­um að það væri gert með mál­efna­leg­um hætti en ekki í óðag­oti.  

Pét­ur Blön­dal vitnaði í þing­ræðu, sem Jó­hanna flutti árið 2001 þar sem hún lagði áherslu á sjálf­stæði Seðlabank­ans. Spurði Pét­ur hvort það væri sjálf­stæði Seðlabank­ans, að for­sæt­is­ráðherra skrifi banka­stjór­um bréf og biðji þá að segja af sér.  Get­ur ráðherra sent op­in­ber­um emb­ætt­is­mönn­um bréf og hótað þeim laga­setn­ingu ef þeir segja ekki af sér? spurði Pét­ur.

Jó­hanna sagði það mis­skiln­ing, að ein­hverj­ar hót­an­ir hefðu verið í bréf­inu. Fyr­ir hafi legið að rík­is­stjórn­in ætlaði að koma á end­ur­skipu­lagn­ingu á Seðlabank­an­um. Í bréf­inu hefði komið fram ósk um að seðlabanka­stjór­arn­ir veittu aðstoð við það. 

mbl.is