Skýr vinstrisveifla

Stjórn­ar­flokk­arn­ir tveir mæl­ast nú sam­tals með tæp­lega 56% fylgi í fylg­is­könn­un Capacent Gallup sem birt var í gær, 37 þing­menn og ör­ugg­an þing­meiri­hluta ef þetta yrði út­koma kosn­inga. „Þetta er merki um mikla vinstrisveiflu. Hún get­ur verið ávís­un á áfram­hald stjórn­ar­sam­starfs­ins,“ seg­ir Gunn­ar Helgi Krist­ins­son, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði við Há­skóla Íslands.

Þessi mæl­ing á fylgi flokk­anna staðfest­ir raun­ar skýra vinstrisveiflu meðal kjós­enda sem komið hef­ur í ljós í könn­un­um allt frá því í októ­ber.

Sig­ur fyr­ir Jó­hönnu

Nú virðist Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn vera að bragg­ast eft­ir mikið fylg­is­hrun sl. haust og fram eft­ir vetri. Hann mæl­ist nú með rúm 26%. ,,Ef hann kæm­ist yfir 30% mætti líta á það sem varn­ar­sig­ur en hann vant­ar þó enn tölu­vert upp á það,“ seg­ir Gunn­ar Helgi.

Sam­fylk­ing­in er há­stökkvar­inn um þess­ar mund­ir. Bæt­ir við sig nær tíu pró­sentu­stig­um frá í janú­ar og mæl­ist með 31,1%. Fæst­ir draga í efa að vin­sæld­ir Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur for­sæt­is­ráðherra eigi stór­an þátt í góðri út­komu Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Þetta eru mik­il um­skipti því segja má að fyrr í vet­ur hafi kjós­end­ur flokks­ins tekið til fót­anna og var hún kom­in niður í 17-19% stuðning í janú­ar.

„Þetta sýn­ir að þegar Sam­fylk­ing­in fór úr stjórn­ar­sam­starf­inu var hún um leið í aðgerð til bjarg­ar sjálfri sér póli­tískt, og átti kannski engra annarra kosta völ. Sú aðgerð virðist hafa heppn­ast. Sam­fylk­ing­in get­ur vel unað við þessa niður­stöðu og auðvitað er þetta ákveðinn sig­ur fyr­ir Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur,“ seg­ir Gunn­ar Helgi.

Vinstri­hreyf­ing­in – grænt fram­boð tvö­faldaði þing­manna­tölu sína í könn­un­um í haust og fylgisaukn­ing flokks­ins fór um tíma yfir 30% und­ir lok árs­ins. Þá lá straum­ur kjós­enda frá Sam­fylk­ingu til VG. Nú virðist hins veg­ar blasa við að þetta fylgi sé að ein­hverju leyti að skila sér til baka til Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Við stjórn­ar­skipt­in kom fljót­lega í ljós að fylgi VG dalaði nokkuð. Flokk­ur­inn mæl­ist nú með 24,6% og hef­ur lítið eitt bætt við sig frá sein­ustu könn­un.

Gunn­ar Helgi seg­ir þetta þó al­veg prýðilega út­komu fyr­ir VG. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er aðeins á niður­leið eft­ir upp­sveiflu í kjöl­far for­ystu­skipt­anna í janú­ar og mæl­ist nú með 12,8%. Og Frjáls­lyndi flokk­ur­innn fengi eng­an mann kjör­inn á þing ef litið er á 2,9% fylgi hans nú.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina