Margt líkt með Íslandi og fyrrum Afríkunýlendum

Þór Saari, hagfræðingur og sérfræðingur í skuldastýringu Afríkuríkja,  segir margt líkt með Íslandi og mörgum skuldugum fyrrum nýlendum í Afríku. Þar hafi þróunin verið svipuð og á Íslandi síðustu 20 árin.

Þór segir, að hér á landi hafi verið við völd spilltur stjórnmálaflokkur með nánast alræðisvald sem hafi rústað stjórnsýslunni. Þegar samfélög séu komin á þessa braut nái þau ekki að snúa við og endi í örbirgð. Fyrsta skrefið sé skuldasöfnun og síðan verði ekki til peningar til að greiða skuldirnar og innra stoðkerfið fari að hrynja.

Þór er einn frambjóðenda Borgarahreyfingarinnar sem kynnti stefnumál sín í Iðnó í dag.

Hann segir að stefna fyrri og núverandi ríkisstjórnar sé að takast á hendur skuldbindingar fjárglæframanna erlendis og leyfa Alþjóða gjaldeyrissjóðnum að stýra afkomu ríkisins. Það leiði bara til einnar niðurstöðu, sem sé félagsleg örbirgð. Því hafni Borgarahreyfingin algerlega.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert