Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn hef­ur mest fylgi á landsvísu, 29%, sam­kvæmt nýrri könn­un Capacent sem gerð var fyr­ir Rík­is­út­varpið og Morg­un­blaðið. Sam­fylk­ing­in mæl­ist með næst­mest fylgi, 27,5% og Vinstri græn­ir eru í þriðja sæti með 25,9% fylgi. Rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir halda meiri­hluta miðað við þess­ar töl­ur.

Bæði Sjálf­stæðis­flokk­ur og Vinstri Græn­ir hafa bætt við fylgi sitt frá síðustu könn­un í fe­brú­ar, Sjálf­stæðis­flokk­ur um tæp þrjú pró­setnu­stig og VG um 1,3 pró­sentu­stig. Fylgi Sam­fylk­ing­ar hef­ur hins­veg­ar dreg­ist tölu­vert sam­an, úr 31,1% niður í 27,5% og tap­ar þar með 3,5 pró­sentu­stig­um. Lægst mæld­ist fylgi Sjálf­stæðis­flokks í nóv­em­ber 2008, þá 20,6%, og hef­ur hann jafnt og þétt bætt við sig fylgi síðan miðað við kann­an­ir Gallup.

Könn­un­in var fram­kvæmd dag­ana 25. fe­brú­ar - 3. mars og var úr­takið 1513 manns 18 ára og eldri. Spurt var: „Ef kosið væri til Alþing­is í dag, hvaða flokk eða lista mynd­ir þú kjósa?“ Þeir sem voru óákveðnir voru spurðir hvaða flokk­ur eða listi yrði lík­leg­ast fyr­ir val­inu og þeir sem voru þá enn óákveðnir voru spurðir: „Hvort er lík­legra að þú kys­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn eða ein­hvern hinna flokk­anna?“ 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Loka