Siv efst í SV-kjördæmi

Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.
Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Ómar

Siv Friðleifsdóttir, alþingismaður, hafnaði í efsta sæti prófkjörs Framsóknarflokksins í Suðvestur-kjördæmi. Konur höfnuðu í fimm efstu sætum prófkjörsins en vegna kynjakvóta þurfa tvær þeirra að víkja fyrir körlum. Helga Sigrún Harðardóttir hafnaði í öðru sæti prófkjörsins. Alls voru 1.020 atkvæði gild í prófkjörinu en það er bindandi fyrir fimm efstu sætin.

1. Siv Friðleifsdóttir  498 atkvæði

1.-2. sæti Helga Sigrún Harðardóttir 433 atkvæði

1.-3. sæti Una María Óskarsdóttir 494 atkvæði

1.-4. sæti Bryndís Bjarnarson 439 atkvæði

1.-5. sæti Svala Rún Sigurðardóttir  510 atkvæði

Að sögn Einars Sveinbjörnssonar, formanns kjörstjórnar, gilti kynjakvóti í prófkjörinu. Það er að það verður að vera amk ein kona og einn karl í fyrstu þremur sætum listans og amk tvær konur og tveir karlar í fimm efstu sætunum. Þetta þýðir að Bryndís og Svala Rún fara af listanum og  Gestur Valgarðsson skipar þriðja sæti listans  með 332 atkvæði í 1.-3. sæti. Styrmir Þorgilsson verður í fimmta sæti listans með 414 atkvæði í 1.-5. sæti.

mbl.is

Innlent, Kosningar — Fleiri fréttir

Mánudaginn 18. nóvember

Laugardaginn 16. nóvember

Föstudaginn 15. nóvember

Þriðjudaginn 12. nóvember

Mánudaginn 11. nóvember

Sunnudaginn 10. nóvember

Laugardaginn 9. nóvember

Föstudaginn 8. nóvember

Laugardaginn 2. nóvember

Fimmtudaginn 31. október

Miðvikudaginn 30. október

Mánudaginn 28. október