Lítil hreyfing á fylgi flokkanna

Aðeins 0,5% skilja að Sam­fylk­ing­una og Sjálf­stæðis­flokk sam­kvæmt nýrri skoðana­könn­un Capacent Gallup. Þannig mæl­ist Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn með 28,8% fylgi og Sam­fylk­ing með 28,3%. Mun­ur­inn er ekki mark­tæk­ur. Vinstri­hreyf­ing­in – grænt fram­boð mæl­ist með 25,7%, Fram­sókn­ar­flokk­ur með 12,6% og Frjáls­lyndi flokk­ur­inn með 1,6%. Nýju fram­boðin tvö, Banda­lag frjálsra fram­bjóðenda og Borg­ara­hreyf­ing­in, mæl­ast sam­an­lagt með ríf­lega 2% fylgi.

Skoðana­könn­un­in, sem unn­in var fyr­ir Morg­un­blaðið og Rík­is­út­varpið, var gerð dag­ana 4.-10. mars sl. Um net­könn­un er að ræða. Úrtakið í könn­un­inni var til­vilj­unar­úr­tak úr Viðhorfa­hópi Capacent Gallup. Heild­ar­úr­taks­stærð var 1.173 manns 18 ára og eldri, en svar­hlut­fall var 62,2%. Af þeim sem svöruðu tóku 80% af­stöðu til flokk­anna.

Ríf­lega 80% svar­enda töldu mikl­ar lík­ur á því að þeir myndu kjósa í kom­andi alþing­is­kosn­ing­um og rúm 14% töldu nokkr­ar lík­ur á því að þeir myndu kjósa.

Ívið fleiri segj­ast nú styðja rík­is­stjórn­ina en í síðustu Capacent-könn­un, sem gerð var um síðustu mánaðamót. Þannig styðja 58,3% svar­enda rík­is­stjórn­ina nú miðað við 57,1% síðast. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Loka