Árni Páll Árnason sigraði í Kraganum

Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar.
Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Frikki

Árni Páll Árnason, alþingismaður, sigraði í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Talningu er lokið en alls greiddu um 2800 atkvæði.

Katrín Júlíusdóttir, alþingismaður, hafnaði í öðru sæti og Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði hafnaði í þriðja sæti. Þórunn Sveinbjarnardóttir, alþingismaður lenti í fjórða sæti, Magnús Orri Schram í því fimmta og Magnús Norðdahl í sjötta sæti.

Röð þeirra sem á eftir koma, verður ekki birt. Kosning er bindandi í fimm efstu sætin en kjördæmisráð Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi mun nú ljúka röðun á listann.

Röð sex efstu manna er þessi:

  1. Árni Páll Árnason  1184  atkvæði í 1. sæti
  2. Katrín Júlíusdóttir  1415 atkvæði í 1. - 2. sæti
  3. Lúðvík Geirsson 1599 atkvæði í 1. – 3.sæti
  4. Þórunn Sveinbjarnardóttir 1104 atkvæði í 1. – 4. sæti
  5. Magnús Orri Schram 1287 atkvæði í 1. – 5.sæti
  6. Magnús Norðdahl 1217 atkvæði í 1. – 6.sæti
mbl.is

Innlent, Kosningar — Fleiri fréttir

Föstudaginn 20. desember

Föstudaginn 29. nóvember

Fimmtudaginn 28. nóvember

Mánudaginn 18. nóvember

Laugardaginn 16. nóvember

Föstudaginn 15. nóvember

Þriðjudaginn 12. nóvember

Mánudaginn 11. nóvember

Sunnudaginn 10. nóvember

Laugardaginn 9. nóvember

Föstudaginn 8. nóvember

Laugardaginn 2. nóvember

Fimmtudaginn 31. október

Miðvikudaginn 30. október

Mánudaginn 28. október