Fylgi Framsóknarflokks minnkar

Sam­fylk­ing­in mæl­ist með mest fylgi í skoðana­könn­un, sem Frétta­blaðið birt­ir í dag. Er fylgi flokks­ins 31,7% í könn­un­inni en mæld­ist 33% í könn­un blaðsins fyr­ir hálf­um mánuði. Fylgi Sjálf­stæðis­flokks mæl­ist nú 29,1% en var 26,9% í síðustu könn­un blaðsins. Fylgi VG mæl­ist nú 25,8% en var 21,7% í síðustu könn­un. Fylgi Fram­sókna­flokks minnk­ar hins veg­ar um­tals­vert, mæl­ist 7,5% nú en var 12,3% í könn­un­inni fyr­ir hálf­um mánuði.

Fylgi Borg­ara­hreyf­ing­ar­inn­ar mæl­ist 2,7%, fylgi Frjáls­lynda flokks­ins 1,8% og L-list­inn nýt­ur stuðnings 1,2% þátt­tak­enda í könn­un­inni.

Sam­kvæmt könn­un­inni fengi Sam­fylk­ing 21 þing­mann og VG 17 þing­menn. Sam­an­lagt fengju stjórn­ar­flokk­arn­ir því 38 þing­menn af 63 á Alþingi. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn fengi 20 þing­menn og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fimm.

Hringt var í 800 manns í gær og skipt­ust svar­end­ur jafnt eft­ir kyni og hlut­falls­lega eft­ir bú­setu. Spurt var: Hvaða lista mynd­ir þú kjósa ef gengið yrði til kosn­inga nú? Þeir sem voru óákveðnir voru spurðir: Hvaða lista er lík­leg­ast að þú mynd­ir kjósa. Þeir sem enn voru óákveðnir voru spurðir: Er lík­legra að þú mynd­ir kjósa Sjálf­stæðis­flokk­inn eða ein­hvern ann­an flokk. Alls tóku 70,1% af­stöðu til spurn­ing­ar­inn­ar.

mbl.is
Loka