Leggja til tvöfalda atkvæðagreiðslu

Landsfundargestir í Laugardalshöll.
Landsfundargestir í Laugardalshöll. mbl.is/Árni Sæberg

Tillaga Evrópunefndar Sjálfstæðisflokksins, sem rædd verður á landsfundinum á morgun, er um að tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram, annars vegar um hvort Ísland eigi að hefja viðræður við Evrópusambandið um aðild og hins vegar um niðurstöðuna ef farið verður í viðræður.

Þetta kom fram í setningarræðu Geirs H. Haarde, formanns flokksins, á landsfundinum nú síðdegis. Sagði Geir, að verði þessi leið farin gæti fyrri atkvæðagreiðslan farið fram samhliða sveitarstjórnarkosningum á næsta ári að undangenginni vandaðri lagasetningu um þjóðaratkvæðagreiðsluna. Þannig gæfist líka öllum tækifæri til að kynna sér málin til hlítar og koma sjónarmiðum sínum á framfæri.

„Þetta er lýðræðisleg sáttaleið í málinu, sem ég vona að landsfundarmenn geti sameinast um. Ef einhvern tíma kemur svo að því að Íslendingar sæki um aðild að Evrópusambandinu verður mikilvægt að tryggja að allar framtíðarbreytingar á reglum sambandsins, sem skerða kunna fullveldi landsins enn frekar en upphafleg aðild, verði bornar undir þjóðaratkvæði hér á landi," sagði Geir. 

Setningarræðan í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent, Kosningar — Fleiri fréttir

Föstudaginn 20. desember

Föstudaginn 29. nóvember

Fimmtudaginn 28. nóvember

Mánudaginn 18. nóvember

Laugardaginn 16. nóvember

Föstudaginn 15. nóvember

Þriðjudaginn 12. nóvember

Mánudaginn 11. nóvember

Sunnudaginn 10. nóvember

Laugardaginn 9. nóvember

Föstudaginn 8. nóvember

Laugardaginn 2. nóvember

Fimmtudaginn 31. október

Miðvikudaginn 30. október

Mánudaginn 28. október