VG upp fyrir Sjálfstæðisflokkinn

Vinstri grænir, Framsóknarflokkurinn og Borgarahreyfingin bæta við sig fylgi í nýjustu skoðanakönnun Gallup fyrir Morgunblaðið og RÚV miðað við síðustu könnun fyrir viku. Vinstri grænir fara á einni viku úr 24,6% í 26,2% en flokkurinn var með landsfund um síðustu helgi.

Samfylkingin heldur þó stöðu sinni sem stærsti stjórnmálaflokkurinn, með 30% fylgi, rúmu prósentustigi minna en fyrir viku. Um var að ræða net- og símakönnun sem var gerð dagana 18. til 25 mars. Heildarúrtaksstærð var 1.424 manns 18 ára og eldri. Svarhlutfall var 63,2%.

Fylgi Sjálfstæðisflokksins fer niður í 24,4%, var 26,5% fyrir viku, og hefur ekki verið minna í könnunum Gallup síðan í nóvember, er það mældist 20,6%. Í janúar sl. var fylgið einnig 24,4% en í síðustu þingkosningum fékk flokkurinn 36,6% atkvæða.

Framsóknarflokkurinn mælist nú með 12,5% fylgi, var 11,3% í síðustu könnun. Fylgið nú er mjög svipað og það var í mælingum Gallup vikurnar þar áður. Flokkurinn fékk 11,7% atkvæða í síðustu kosningum. Frjálslyndi flokkurinn er aðeins með 1,2% sem er minnsta fylgi sem Gallup hefur mælt frá síðustu kosningum, er flokkurinn fékk 7,3% atkvæða.

Hlutfallslega bætir Borgarahreyfingin við sig mestu fylgi frá síðustu könnun, eða úr 2,5% í 3,4%.

Samkvæmt könnuninni fengi Samfylkingin 20 þingmenn, Vinstri grænir 18, Sjálfstæðisflokkurinn 17 og Framsóknarflokkurinn átta.

Fylgi við ríkisstjórnina er 63,8%, svipað og síðast, og fleiri segjast ætla að kjósa, eða 76%.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Innlent, Kosningar — Fleiri fréttir

Föstudaginn 20. desember

Föstudaginn 29. nóvember

Fimmtudaginn 28. nóvember

Mánudaginn 18. nóvember

Laugardaginn 16. nóvember

Föstudaginn 15. nóvember

Þriðjudaginn 12. nóvember

Mánudaginn 11. nóvember

Sunnudaginn 10. nóvember

Laugardaginn 9. nóvember

Föstudaginn 8. nóvember

Laugardaginn 2. nóvember

Fimmtudaginn 31. október

Miðvikudaginn 30. október

Mánudaginn 28. október