VG upp fyrir Sjálfstæðisflokkinn

Vinstri græn­ir, Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og Borg­ara­hreyf­ing­in bæta við sig fylgi í nýj­ustu skoðana­könn­un Gallup fyr­ir Morg­un­blaðið og RÚV miðað við síðustu könn­un fyr­ir viku. Vinstri græn­ir fara á einni viku úr 24,6% í 26,2% en flokk­ur­inn var með lands­fund um síðustu helgi.

Sam­fylk­ing­in held­ur þó stöðu sinni sem stærsti stjórn­mála­flokk­ur­inn, með 30% fylgi, rúmu pró­sentu­stigi minna en fyr­ir viku. Um var að ræða net- og síma­könn­un sem var gerð dag­ana 18. til 25 mars. Heild­ar­úr­taks­stærð var 1.424 manns 18 ára og eldri. Svar­hlut­fall var 63,2%.

Fylgi Sjálf­stæðis­flokks­ins fer niður í 24,4%, var 26,5% fyr­ir viku, og hef­ur ekki verið minna í könn­un­um Gallup síðan í nóv­em­ber, er það mæld­ist 20,6%. Í janú­ar sl. var fylgið einnig 24,4% en í síðustu þing­kosn­ing­um fékk flokk­ur­inn 36,6% at­kvæða.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn mæl­ist nú með 12,5% fylgi, var 11,3% í síðustu könn­un. Fylgið nú er mjög svipað og það var í mæl­ing­um Gallup vik­urn­ar þar áður. Flokk­ur­inn fékk 11,7% at­kvæða í síðustu kosn­ing­um. Frjáls­lyndi flokk­ur­inn er aðeins með 1,2% sem er minnsta fylgi sem Gallup hef­ur mælt frá síðustu kosn­ing­um, er flokk­ur­inn fékk 7,3% at­kvæða.

Hlut­falls­lega bæt­ir Borg­ara­hreyf­ing­in við sig mestu fylgi frá síðustu könn­un, eða úr 2,5% í 3,4%.

Sam­kvæmt könn­un­inni fengi Sam­fylk­ing­in 20 þing­menn, Vinstri græn­ir 18, Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn 17 og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn átta.

Fylgi við rík­is­stjórn­ina er 63,8%, svipað og síðast, og fleiri segj­ast ætla að kjósa, eða 76%.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Loka