Samfylking áfram stærst

Sam­fylk­ing­in er stærsti stjórn­mála­flokk­ur­inn um þess­ar mund­ir sam­kvæmt nýrri könn­un, sem Capacent hef­ur gert fyr­ir Rík­is­út­varpið og Morg­un­blaðið. Fylgi flokks­is mæl­ist nú 29,4%, fylgi Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar græns fram­boðs mæl­ist 27,7% og fylgi Sjálf­stæðis­flokks­ins 25,4%.

Er þetta svipað fylgi og mæld­ist í könn­un Capacent, sem birt­ist fyr­ir viku. Fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins minnk­ar hins veg­ar milli kann­ana, mæl­ist nú  10,7%. Borg­ara­hreyf­ing­in mæl­ist með 3% fylgi, Full­veld­issinn­ar 1,5% og Frjáls­lynda flokks­ins 1,4%. 

Stuðning­ur við rík­is­stjórn­ina mæl­ist nú  60,6%.


mbl.is
Loka