Framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins hættir

Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem haldinn var nýlega.
Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem haldinn var nýlega. mbl.is/Árni Sæberg

Andri Ótt­ars­son, sem verið hef­ur fram­kvæmda­stjóri Sjálf­stæðis­flokks­ins frá haust­inu 2006, hef­ur sent frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem fram kem­ur að hann hafi í sam­ráði við Bjarna Bene­dikts­son, formann flokks­ins, ákveðið að láta af því starfi.

Andri árétt­ar að hann hafi ekki átt frum­kvæði að því að haft var sam­band við FL Group eða Lands­bank­ann um styrk­veit­ingu og ekki tekið ákvörðun um að veita styrkj­un­um viðtöku.

Yf­ir­lýs­ing Andra fer í heild sinni hér á eft­ir:

„Mik­ill styr hef­ur staðið um styrk­veit­ing­ar FL Group og Lands­bank­ans til Sjálf­stæðis­flokks­ins í lok árs 2006. Ég hóf störf fyr­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn í októ­ber 2006 og starfaði sam­hliða frá­far­andi fram­kvæmda­stjóra til ára­móta 2006/​2007 en þá tók ég tók form­lega við stöðunni.

Af gefnu til­efni vegna of­an­greindra styrk­veit­inga vil ég að eft­ir­far­andi komi fram:

  • Ég átti ekki frum­kvæði að því að haft var sam­band við FL Group eða Lands­bank­ann um styrk­veit­ingu.
  • Ég tók ekki ákvörðun um að veita styrkj­un­um viðtöku.

Þrátt fyr­ir þetta og þær skýr­ing­ar sem komu fram í yf­ir­lýs­ingu fyrr­ver­andi for­manns flokks­ins er það mitt mat að við nú­ver­andi aðstæður þjóni það best hags­mun­um Sjálf­stæðis­flokks­ins að ég láti af störf­um sem fram­kvæmda­stjóri hans þar sem mik­il­vægt er að leita allra leiða til að skapa traust og frið um flokks­starfið. Af þeim sök­um hef ég boðist til að víkja úr stöðu minni.

Þetta geri ég í trausti þess að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn, flokks­menn og fram­bjóðend­ur, fái sann­gjarnt tæki­færi og ráðrúm til að vinna stefnu sinni og hug­sjón­um braut­ar­gengi í kom­andi kosn­ing­um.

Ákvörðun mína hef ég í dag borið und­ir formann flokks­ins og höf­um við á þess­um for­send­um orðið ásátt­ir um að ég láti af störf­um.

Um leið og ég óska Sjálf­stæðis­flokkn­um og for­ystu hans alls hins besta þakka ég þeim hundruðum og þúsund­um manna sem unnið hafa öt­ult starf fyr­ir og með flokkn­um á síðustu árum. Sam­skipt­in við grasrót flokks­ins hafa veitt mér mikla ánægju og gert mig stolt­an af því að til­heyra þess­ari stærstu póli­tísku hreyf­ingu lands­ins. Mér var sann­ur heiður að sinna starfi fram­kvæmda­stjóra flokks­ins þenn­an tíma þótt ekki hafi það verið auðvelt og vil ég þakka því færa og dug­mikla fólki sem unnið hef­ur með mér á skrif­stofu flokks­ins fyr­ir gott og óeig­ingjarnt starf.

Vissu­lega er þessi ákvörðun þung­bær fyr­ir mig per­sónu­lega en hún er létt­væg í sam­an­b­urði við hags­muni þá sem eru í húfi. Það er ein­læg von mín að þessi ákvörðun verði til þess að friður skap­ist. Ég bind mikl­ar von­ir við ný­kjörna for­ystu flokks­ins og hlakka til að leggja mitt af mörk­um til að stuðla að fram­gangi sjálf­stæðis­stefn­unn­ar sem al­menn­ur flokksmaður á öðrum vett­vangi.

Reykja­vík, 10. apríl 2009, föstu­dag­inn langa,

Andri Ótt­ars­son"

Andri Óttarsson
Andri Ótt­ars­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Innlent, Kosningar — Fleiri fréttir

Föstudaginn 20. desember