Hætta á einangrun Sjálfstæðisflokks

Gunnar Helgi Kristinsson prófessor.
Gunnar Helgi Kristinsson prófessor. mbl.is/Ómar

Gunn­ar Helgi Krist­ins­son, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði, sagði í frétt­um Rík­is­út­varps­ins í dag að það stefni í að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn bæði  ein­angrist, lendi í hörmu­leg­um kosn­inga­ó­sigri og að heiðarleiki hans sé dreg­inn í efa.

Gunn­ar Helgi sagði að flokk­ur­inn virðist vera að stefna í ein­hverja sína verstu út­komu frá upp­hafi og kreppa Sjálf­stæðis­flokks­ins núna sé sú al­var­leg­asta sem hann hafi lent í að minnsta kosti frá ár­inu 1987 þegar Al­bert Guðmunds­son klauf flokk­inn.

Gunn­ar Helgi seg­ir, að málið hafi hrundið af stað stríði inn­an flokks­ins sem snú­ist um mis­mun­andi arma hans  og sést hafi glitta í í REI-mál­inu svo­nefnda.

„Þetta virðist vera ein­hvers kon­ar fram­hald af því þar sem ákveðinn hluti borg­ar­stjórn­ar­flokks­ins snér­ist gegn Vil­hjálmi Þ. Vil­hjálms­syni borg­ar­stjóra og ýms­ir aðilar sem hafa verið hon­um tengd­ir eða tald­ir tengd­ir hon­um hafa komið við sögu þessa máls, Geir Haar­de, Andri Ótt­ars­son og Guðlaug­ur Þór", sagði Gunn­ar.

Hann sagði að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn neyðist til að svara spurn­ing­unni um það hvað pen­ing­arn­ir voru að gera til Sjálf­stæðis­flokks­ins nokkr­um dög­um áður en lög um fjár­mál stjórn­mála­flokk­anna tóku gildi, og nokkr­um mánuðum áður en að full­trú­ar flokks­ins komu að fyr­ir­tæk­inu REI sem hafi vænt­an­lega verið ábata­samt  fyr­ir þá aðila sem voru að gefa flokkn­um þessa fjár­muni. Flokk­ur­inn kom­ist ekki hjá því að svara þess­um spurn­ing­um, geti hann það ekki virðist eng­ar lík­ur á því að hann nái sér í kosn­inga­bar­átt­unni og aug­ljóst að þá eigi hann enga leið inn í rík­is­stjórn.

mbl.is

Innlent, Kosningar — Fleiri fréttir

Föstudaginn 20. desember