Segir Samfylkinguna að einangrast í ESB-umræðunni

Jón Bjarnason.
Jón Bjarnason. mbl.is/Ómar

Jón Bjarna­son, þingmaður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar græns fram­boðs, seg­ist fagna því að mik­ill meiri­hluti þjóðar­inn­ar virðist styðja stefnu VG um að Íslandi sé bet­ur borgið sem sjálf­stæðu ríki utan Evr­ópu­sam­bands­ins. Hann seg­ir Sam­fylk­ing­una hins veg­ar vera að ein­angr­ast í mál­inu.

Jón, sem vís­ar í könn­un Frétta­blaðsins frá því á laug­ar­dag, seg­ir greini­legt að áhugi fólks á ESB fari dvín­andi. Liðlega 70% stuðnings­manna VG séu and­víg­ir aðild­ar­viðræðum. Niðurstaðan eigi ekki að kom­an nein­um á óvart.

Hann seg­ir hins veg­ar að Sam­fylk­ing­in virðist vera að ein­angr­ast í ákafa sín­um á ESB, en 86,5% stuðnings­manna flokks­ins seg­ist vilja aðild­ar­viðræður.

„Er það svo sem í sam­ræmi við þann ein­falda mál­flutn­ing ým­issa for­ystu­manna Sam­fylk­ing­ar­inn­ar sem ímynda sér að í aðild að ESB fel­ist lausn allra mála, bæði stórra og smáa,“ skrif­ar Jón á bloggsíðu sína.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina