Segir Samfylkinguna að einangrast í ESB-umræðunni

Jón Bjarnason.
Jón Bjarnason. mbl.is/Ómar

Jón Bjarnason, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, segist fagna því að mikill meirihluti þjóðarinnar virðist styðja stefnu VG um að Íslandi sé betur borgið sem sjálfstæðu ríki utan Evrópusambandsins. Hann segir Samfylkinguna hins vegar vera að einangrast í málinu.

Jón, sem vísar í könnun Fréttablaðsins frá því á laugardag, segir greinilegt að áhugi fólks á ESB fari dvínandi. Liðlega 70% stuðningsmanna VG séu andvígir aðildarviðræðum. Niðurstaðan eigi ekki að koman neinum á óvart.

Hann segir hins vegar að Samfylkingin virðist vera að einangrast í ákafa sínum á ESB, en 86,5% stuðningsmanna flokksins segist vilja aðildarviðræður.

„Er það svo sem í samræmi við þann einfalda málflutning ýmissa forystumanna Samfylkingarinnar sem ímynda sér að í aðild að ESB felist lausn allra mála, bæði stórra og smáa,“ skrifar Jón á bloggsíðu sína.

mbl.is

Innlent, Kosningar — Fleiri fréttir

Föstudaginn 20. desember

Föstudaginn 29. nóvember

Fimmtudaginn 28. nóvember

Mánudaginn 18. nóvember

Laugardaginn 16. nóvember

Föstudaginn 15. nóvember

Þriðjudaginn 12. nóvember

Mánudaginn 11. nóvember

Sunnudaginn 10. nóvember

Laugardaginn 9. nóvember

Föstudaginn 8. nóvember

Laugardaginn 2. nóvember

Fimmtudaginn 31. október

Miðvikudaginn 30. október

Mánudaginn 28. október

Loka