Krónan veikst með nýrri stjórn

Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson. mbl.is/Ómar

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega á Alþingi fyrir aðgerðarleysi við stjórn efnahagsmála sem hefði m.a. leitt til þess að krónan hefði veikst um 16% frá 1. febrúar þegar stjórnin tók við.

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, svaraði fullum hálsi og sagði sjálfstæðismenn ekki hafa neinar tillögur nema þá að verja takmörkuðum gjaldeyrisforða til að styrkja krónuna tímabundið.

Í óundirbúnum fyrirspurnartíma minnti Bjarni á að fyrir fáeinum dögum hefði Alþingi samþykkt lög til að styðja betur við þau gjaldeyrishöft sem eru í gildi. Sjálfstæðismenn hefðu setið á þeirri forsendu að ríkisstjórninni hefði ekki tekist að styrkja gengi krónunnar. Ný rikisstjórn hefði sagt nauðsynlegt að endurvinna traust á Seðlabankanum og á opinberum fjármálum en það hefði misstekist. Frá því ríkisstjórnin tók við störfum hefði gengið fallið um 16%, frá 1. febrúar. „Þetta er nú allur árangurinn", sagði hann.

Nú stefndi í í fleiri gjaldþrot og nýja verðbólgubylgju. Bjarni spurði hvað ríkisstjórnin væri að gera til að gera til að stöðva frekara fall krónunnar.

Steingrímur J. Sigfússon sagði málflutning sjálfstæðismanna einfaldari en áður hefði heyrst í þessu samhengi. Fróðlegt væri að heyra hvort þeir vildu að gjaldeyrisforðinn yrði notaður til að lyfta genginu tímabundið. Ýmsar skýringar væru á veikingu krónunnar, s.s. vaxtagjalddagar, lengri gjaldfrestir í viðskiptum við útlönd, birgðasöfnun hjá sjávarútvegsfyrirtækjum og fleira. Að styrkja gengið væri erfiðari glíma en margir hefðu haldið. Þó hefði sá árangur náðast að vaxtalækkunarferli væri hafið og hann hefði ágætar ástæður til að ætla að gengi krónunnar styrktist aftur á næstunni en bætti raunar við að fleiri þungir gjalddagar væru framundan.

Bjarni sagði rangt að ganga þyrfti á gjaldeyrisvaraforðann í stórum stíl til að styrkja gengið. Með minniháttar inngripum hefði Seðlabankinn haft mikil áhrif. Nú, með nýjum seðlabankastjóra ríkisstjórnarinnar, væri bankinn horfinn af vettvangi. Það þýddi ekki fyrir fjármálaráðherra að tala eins og ekkert væri hægt að gera.

Steingrímur svaraði þessu til með að spyrja hvort sjálfstæðismenn ættu að kenna ríkisstjórninni að stýra efnahagsmálum. Ekki væri árangur þeirra glæsilegur.

Steingrímur J. Sigfússon.
Steingrímur J. Sigfússon. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is

Innlent, Kosningar — Fleiri fréttir

Föstudaginn 20. desember

Föstudaginn 29. nóvember

Fimmtudaginn 28. nóvember

Mánudaginn 18. nóvember

Laugardaginn 16. nóvember

Föstudaginn 15. nóvember

Þriðjudaginn 12. nóvember

Mánudaginn 11. nóvember

Sunnudaginn 10. nóvember

Laugardaginn 9. nóvember

Föstudaginn 8. nóvember

Laugardaginn 2. nóvember

Fimmtudaginn 31. október

Miðvikudaginn 30. október

Mánudaginn 28. október