Sjálfstæðisflokkur tapar fylgi

VG bæt­ir við sig en fylgi Sam­fylk­ing­ar og Sjálf­stæðis­flokks minnk­ar sam­kvæmt nýrri fylg­is­könn­un Capacent Gallup um fylgið á landsvísu. Sam­fylk­ing­in nýt­ur mests fylg­is eða 30,7%. Fylgi við Fram­sókn­ar­flokk­inn, Borg­ara­hreyf­ing­una og Frjáls­lynda flokk­inn hef­ur auk­ist frá því í fyrstu viku apríl.

VG fengi nú 19 þing­menn og myndi bæta við sig tíu þing­mönn­um, sam­kvæmt nýj­ustu fylg­is­könn­un Capacent Gallup sem gerð var 8.-14. apríl. Flokk­ur­inn fékk níu þing­menn í kosn­ing­un­um 2007. Fylgi við VG jókst úr 26% í fylg­is­könn­un Capacent Gallup sem gerð var 1.-7. apríl s.l. í 28,2% nú. VG fékk 14,4% at­kvæða í alþing­is­kosn­ing­un­um 2007. 

Fylgi við Sam­fylk­ing­una minnkaði úr 32,6% í byrj­un apríl í 30,7% nú. S-list­inn fengi nú 21 þing­mann en fékk 18 þing­menn og 26,8% at­kvæða í alþing­is­kosn­ing­un­um 2007.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn naut nú stuðnings 23,3% svar­enda og myndi sam­kvæmt því fá 16 þing­menn eða níu þing­mönn­um færra en í kosn­ing­un­um 2007. Í könn­un­inni í byrj­un mánaðar­ins var fylgið við flokk­inn 25,7%. Minna má á að þegar nýj­asta skoðana­könn­un­in var gerð var mik­il umræða í fjöl­miðlum um stóra styrki sem  flokk­ur­inn fékk í árs­lok 2006.  D-list­inn fékk 36,6% at­kvæða í kosn­ing­un­um 2007 og 25 þing­menn.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn styrkti stöðu sína milli fylgisk­ann­ana og var nú með 11,1% fylgi en 9,8% í byrj­un apríl. Sam­kvæmt þess­ari niður­stöðu fengju Fram­sókn­ar­menn sjö þing­menn eða jafn marga og eft­ir kosn­ing­arn­ar 2007.

Borg­ara­hreyf­ing­in sæk­ir í sig veðrið og er kom­in með 4,4% fylgi en var með 3,6% í byrj­un apríl. Frjáls­lyndi flokk­ur­inn mæld­ist nú með 2% fylgi en var með 1,1% í næstu könn­un á und­an. Fylgi Lýðræðis­hreyf­ing­ar­inn­ar mæld­ist nú 0,4%. Þrír síðast­töldu flokk­arn­ir kæmu ekki manni á þing enda und­ir 5% mörk­un­um. Frjáls­lyndi flokk­ur­inn fékk fjóra þing­menn í kosn­ing­un­um 2007.

Rík­is­stjórn­in nýt­ur nú stuðnings 59,4% svar­enda og 40,6% styðja ekki stjórn­ina.

Niður­stöður um fylgi flokk­anna á landsvísu eru úr net- og síma­könn­un sem Capacent Gallup gerði fyr­ir Morg­un­blaðið og Rík­is­út­varpið dag­ana 8. – 14. apríl s.l. Úrtakið í net­könn­un­inni var til­vilj­unar­úr­tak úr Viðhorfa­hópi Capacent Gallup en úr­takið í síma­könn­un­inni var til­vilj­unar­úr­tak úr þjóðskrá. Heild­ar­úr­taks­stærð var 2.465 manns 18 ára og eldri. Svar­hlut­fall var 60,7%.

Fylgistöl­ur eru reiknaðar út frá svör­um við þrem­ur spurn­ing­um:
„Ef kosið yrði til Alþing­is í dag, hvaða flokk eða lista mynd­ir þú kjósa?“
Þeir sem voru óákveðnir voru spurðir: „En hvaða flokk­ur eða listi yrði lík­leg­ast fyr­ir val­inu?“ Þeir sem enn voru óákveðnir voru spurðir: „Hvort er lík­legra að þú kys­ir Sjálf­stæðis­flokk­inn eða ein­hvern hinna flokk­anna?“ Fyr­ir þá sem sögðu lík­legra að þeir kysu ein­hvern hinna flokk­anna voru reiknaðar út lík­ur þess að þeir myndu kjósa hvern flokk, út frá svör­um þeirra sem tóku af­stöðu í fyrstu tveim­ur spurn­ing­un­um.


mbl.is
Loka