Flóknara að ganga í ESB

Sú niðurstaða að ekki verður gerð breyt­ing á 79. grein stjórn­ar­skrár­inn­ar fyr­ir þinglok, sem átti að ein­falda breyt­ing­ar á henni, ger­ir að verk­um að ekki verður eins ein­falt að ganga í ESB á næsta kjör­tíma­bili. Þetta kom fram í máli Árna Páls Árna­son­ar Sam­fylk­ingu við umræður á Alþingi.

Lang­ar umræður standa nú yfir um stjórn­ar­skrár­frum­varpið á Alþingi og er hart deilt. Árni Páll fór hörðum orðum um for­ystu­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins fyr­ir að hafa komið í veg fyr­ir að stjórn­ar­skrár­breyt­ing­arn­ar næðu fram að ganga og sagði þá ómerk­inga orða sinna. Fyrr­ver­andi og nú­ver­andi for­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins og vara­formaður hans hafi öll gefið fyr­ir­heit fyrr í vet­ur um stuðning við breyt­ing­ar á 79. grein stjórn­ar­skrár­inn­ar svo auðveld­ara yrði að breyta stjórn­ar­skránni. „Öll eru þau orðnir ómerk­ing­ar orða sinna. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn ger­ir sitt for­ystu­fólk að ómerk­ing­um orða sinna og kem­ur þannig fram að það er greini­lega ekk­ert að marka þau fyr­ir­heit sem gef­in eru af for­ystu­mönn­um flokks­ins,“ sagði hann.

Sig­urður Kári Kristjáns­son Sjálf­stæðis­flokki gagn­rýndi um­mæli Árna Páls og benti hon­um m.a. á að sjálf­stæðis­menn hefðu lagt til strax í upp­hafi umræðunn­ar að gerðar yrðu breyt­ing­ar á 79. grein stjórn­ar­skrár­inn­ar svo hægt væri með auðveld­ari hætti en nú er að breyta stjórn­ar­skránni.

mbl.is

Innlent, Kosningar — Fleiri fréttir

Föstudaginn 20. desember