Lög um Helguvíkurálver samþykkt

Framkvæmdir í Helguvík.
Framkvæmdir í Helguvík. mbl.is/RAX

Alþingi samþykkti í kvöld lög um að iðnaðarráðherra fái heim­ild til að gera samn­ing fyr­ir hönd rík­is­stjórn­ar­inn­ar inn­an ramma þess­ara laga við Cent­ury Alum­in­um Comp­any og Norðurál Helgu­vík ehf., sem mun reisa og reka ál­ver á Íslandi.

Um var að ræða stjórn­ar­frum­varp, sem Össur Skarp­héðins­son, iðnaðarráðherra, lagði fram. All­ir átta  þing­menn Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar-græns fram­boðs, greiddu hins veg­ar at­kvæði gegn frum­varp­inu og sömu­leiðis Mörður Árna­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Þór­unn Svein­bjarn­ar­dótt­ir, flokks­syst­ir Marðar, sat hjá en aðrir viðstadd­ir þing­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar auk þing­manna Sjálf­stæðis­flokks, Fram­sókn­ar­flokks og Frjáls­lynda flokks­ins, studdu frum­varpið.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina