Dólgsleg árás, segir Björn Bjarnason

Björn Bjarnason fyrrverandi alþingismaður.
Björn Bjarnason fyrrverandi alþingismaður. mbl.is/Brynjar Gauti

Björn Bjarna­son, fyrr­ver­andi alþing­ismaður, seg­ir að sendi­herra ESB gagn­vart Íslandi hafi ráðist dólgs­lega á Sjálf­stæðis­flokk­inn af því al­kunna yf­ir­læti, sem sendi­menn Evr­ópu­sam­bands­ins telja sér sæma að sýna stjórn­mála­flokk­um og heil­um þjóðum, ef menn beygja sig ekki þegj­andi und­ir Brus­sel­valdið.

Percy Wester­lund, sendi­herra Evr­ópu­sam­bands­ins gagn­vart Nor­egi og Íslandi, sagði í viðtali við Rík­is­út­varpið að það sé mik­ill mis­skiln­ing­ur hjá Sjálf­stæðis­flokkn­um á Íslandi að halda að Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn (AGS) geti komið því til leiðar eða haft milli­göngu um að Íslend­ing­ar geti tekið upp evru. Einnig var fjallað um málið í frétt­um Stöðvar 2.

Björn seg­ir á heimasíðu sinni:

„Ástæða er til að vekja at­hygli á hinum maka­lausu viðbrögðum sendi­herra Evr­ópu­sam­bands­ins  (ESB) gagn­vart Íslandi við því stefnumiði Sjálf­stæðis­flokks­ins að leita sam­starfs við Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðinn um gjald­miðils­skipti með augastað á evru. Full­trúi ASG svaraði spurn­ingu Stöðvar 2 um þessi mál á diplóma­tísk­an hátt og sagði, að málið yrði kannað, þegar það yrði tíma­bært. Percy Wester­lund, sendi­herra ESB, réðst hins veg­ar dólgs­lega á Sjálf­stæðis­flokk­inn og af því al­kunna yf­ir­læti, sem sendi­menn Evr­ópu­sam­bands­ins telja sér sæma að sýna stjórn­mála­flokk­um og heil­um þjóðum, ef menn beygja sig ekki þegj­andi und­ir Brus­sel­valdið.“

Björn seg­ir Íslend­inga hafa mætt þess­ari fram­komu af hálfu emb­ætt­is­manna ESB strax eft­ir banka­hrunið, þegar þeir gerðu Ísland að blóra­böggli, vegna þess að til­skip­un ESB um fjár­mála­fyr­ir­tæki dugði ekki til að tryggja ör­yggi í rekstri þess­ara fyr­ir­tækja við lausa­fjárþurrð á heimsvísu. „Þá ákváðu þau Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir og Össur Skarp­héðins­son, að ekki skyldi haldið fram laga­leg­um rétti Íslands gagn­vart ESB held­ur skoða málið frá póli­tísku sjón­ar­horni. Nú er bor­in von, að Össur mót­mæli þess­ari íhlut­un sendi­herra ESB í ís­lensk stjórn­mál og inn­an­lands­mál. Öll af­skipta­semi Brus­sel­valds­ins af ís­lensk­um stjórn­mál­um er Sam­fylk­ing­unni þókn­an­leg - það er hið póli­tíska sjón­ar­horn Sam­fylk­ing­ar gagn­vart Brus­sel­vald­inu,“ seg­ir Björn.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Innlent, Kosningar — Fleiri fréttir

Föstudaginn 20. desember