ESB-viðræður í júní?

00:00
00:00

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra og formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði í Zet­unni á mbl.is í dag, að flokk­ur­inn setji aðild­ar­viðræður við Evr­ópu­sam­bandið í for­gang og þær gætu hugs­an­lega haf­ist í júní.  Gangi allt að ósk­um kynnu Íslend­ing­ar að geta tekið upp evru eft­ir fjög­ur ár.

Jó­hanna sagði mik­il­vægt, að Íslend­ing­ar kom­ist úr úr krón­unni eins fljótt og hægt er og þar væri aðild að Evr­ópu­sam­band­inu grund­vall­ar­atriði.

„Það er mik­il­vægt að sækja strax um aðild svo fólk sjái hvað við fáum. Við mun­um standa vörð um okk­ar auðlind­ir, okk­ar stefnu í sjáv­ar­út­vegi og land­búnaði og það get­um við gert," sagði Jó­hanna.

Hún sagði, að ef farið yrði inn í slík­ar viðræður, t.d. í júní, yrði hægt að leggja niður­stöðuna und­ir þjóðar­at­kvæðagreiðslu.

Jó­hanna sagði aðspurð, að Vinstri græn­ir viti ná­kvæm­lega að Sam­fylk­ing­in setji þetta mál í for­gang í stjórn­ar­sam­starfi.  „Ég er ekk­ert hrædd um að við get­um ekki náð sam­komu­lagi við Vinstri græna um þetta," sagði hún.  „Miðað við reynslu mína og sam­starf við Stein­grím J. Sig­fús­son og Vinstri græna er ég hjart­an­lega sann­færð  um að við mun­um tak­ast að ná niður­stöðu í mál­inu eins og öll­um öðrum mál­um sem við höf­um þurft að fást við. Ég tel að okk­ur muni tak­ast sam­an að leiða þjóðina inn í Evr­ópu­sam­bandið, sem er framtíðin fyr­ir ís­lensku þjóðina."

Jó­hanna sagði að það gæti tekið 1-1½ ár að fá aðild að Evr­ópu­sam­band­inu og þá væru Íslend­ing­ar komn­ir í skjól með krón­una. Það gæti tekið 1½ ár til­viðbót­ar að upp­fylla Ma­astricht skil­yrðin. Ég spái því að eft­ir fjög­ur ár yrðum við búin að taka að fullu upp evru," sagði Jó­hanna.  

Hún bætti við, ef það verði niðurstaðan eft­ir alþing­is­kosn­ing­arn­ar á laug­ar­dag að Ísland sæki um ESB-aðild og að það verði for­gangs­mál „þá held ég að það séu bjart­ir tím­ar framund­an hjá þess­ari þjóð."

Jóhanna Sigurðardóttir ræðir við Agnesi Bragadóttur og Karl Blöndal í …
Jó­hanna Sig­urðardótt­ir ræðir við Agnesi Braga­dótt­ur og Karl Blön­dal í Zet­unni. mbl.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina