Dregur saman með flokkunum

Held­ur dreg­ur sam­an með þeim þrem­ur flokk­um, sem njóta mest fylg­is kjós­enda þessa dag­ana ef marka má könn­un, sem Capacent hef­ur gert fyr­ir Morg­un­blaðið og Rík­is­út­varpið. Fylgi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar hef­ur held­ur minnkað miðað við kann­an­ir sem birt­ar voru í gær og morg­un og fylgi Sjálf­stæðis­flokks eykst lít­il­lega. 

Um er að ræða þriðju raðkönn­un Capacent Gallup. Sam­kvæmt könn­un­inni mæl­ist fylgi Sam­fylk­ing­ar nú 28,4% en var 31,7% í sams­kon­ar könn­un, sem birt var í morg­un og 30,5% í könn­un sem birt var í gær­morg­un.

Fylgi Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar-græns fram­boðs mæl­ist 27,7% í könn­un­inni, sem birt var nú síðdeg­is. Í könn­un, sem birt var í morg­un mæld­ist fylgi flokks­ins 27,5% og 25,9% í könn­un í gær.

Fylgi Sjálf­stæðis­flokks mæl­ist 23,7% í könn­un­inni nú en var 22,5% í könn­un­inni í morg­un og 22,9% í könn­un­inni í gær.

Fylgi Fram­sókn­ar­flokks mæl­ist nú 12,7%, var 12,1% í morg­un og 11,8% í gær.

Fylgi Borg­ara­hreyf­ing­ar­inn­ar mæl­ist 6,2% í dag, 5% í morg­un og 7% í gær.

Fylgi Frjáls­lynda flokks­ins mæl­ist nú 1% og Lýðræðis­hreyf­ing­ar­inn­ar 0,3%.

Niður­stöðurn­ar eru úr net- og síma­könn­un sem  Capacent Gallup gerði dag­ana 19. – 21. apríl. Úrtakið í net­könn­un­inni var til­vilj­unar­úr­tak úr viðhorfa­hópi Capacent Gallup en úr­takið í síma­könn­un­inni  var til­vilj­unar­úr­tak úr þjóðskrá. Heild­ar­úr­taks­stærð var 2300 manns 18 ára og eldri. Svar­hlut­fall var 60,5%.

mbl.is
Loka